En ég gerði það aldrei. Ekki afþví ég nennti því ekki, heldur þorði ég því ekki.
Ég var búin að setja upp eitthvað scenario í hausnum á mér að ég myndi skrifa dagbók, allar hugsanir, drauma og vangaveltur fengju pláss í bókinni. Svo kæmist einhver í bókina, myndi lesa hana og mér yrði allri lokið. Lífið myndi enda þarna á núll einni því einhver myndi fá smjörþefinn af því hvernig mér líður og hvað ég vil!
Hérna er mynd:
Þetta er svokallað draumaplagg/markmiðaspjald eða visionboard. (Ég held satt best að segja að ég hafi aldrei heyrt þetta íslenskað).
Allavega! Síðan þann 17. jan 2014 hefur þessi mynd prýtt desktop-ið á vinnutölvunni minni. Hún fékk einnig smá tíma á símadesktopinu og einnig á spjaldtölvunni.
Þessi mynd hefur vægast sagt vakið margskonar viðbrögð. Hún hefur vakið áhuga og forvitni. Margir fara gjarnan yfir myndirnar og spyrja útí hvað þær eiga að tákna eða fá hugmyndir að sínu eigin plaggi. Og ég hef setið hjá og fylgst með fólki "lesa" drauma mína og tilfinningar án þess að lífið endi. Þvert á móti finnst mér þetta afskaplega gefandi.
Ég mæli með því fyrir alla að gera einhverja útgáfu af svona visionboard-i. Þetta er mjög skemmtilegt og fræðandi. Þú lærir ýmislegt um hvað skiptir þig mestu máli. Svo er líka skemmtilegt að pæla í því hvaða myndir eru stærstar, hverjar liggja í bakgrunninum og hverja grípa augað fyrst þegar horft er á myndina.
Í svolítinn tíma núna hef ég ætlað að búa til nýtt þar sem hitt var fljótt að renna út. Úr ýmsu hefur ræst og svo er annað sem maður vill kannski ekki lengur hafa fókus á. Svo ég tók mig auðvitað til á fyrsta degi nýs árs og græjaði nýtt plagg :)
Það er margt sem ég held ennþá í en ég ákvað að hafa það einfadara og hnitmiðaðra en áður.
Þið megið lesa það sem þið viljið en ég veit náttúrulega nákvæmlega hvað ég vil fá útúr árinu :)
Ok, ég veit að ég lofaði uppskrift en hún verður að bíða þar til næst.
Ekki það að ég sé ekkert búin að brasa í eldhúsinu frá því ég kom, heldur gleymi ég alltaf að taka myndir af dásemdunum.
Ég er búin að búa til möndlusmákökur, rjómatertu/marengsbotn, marengsbombu, karamellufyllt konfekt, sítrónu- og ananasbúðing, franska súkkulaðiköku og margt fleira! Að sjálfsögðu allt mínus hvítur sykur og hveiti :)
Svo! Næsta blogg verður bara stútfullt af gómsætum nammigrísauppskriftum :)
Svo mikil ást á ykkur!
Takk fyrir að lesa og enn og aftur gleðilegt ár!
-Guðdís