miðvikudagur, 31. júlí 2013

Naglasúpan

Söguna um naglasúpuna hafa væntanlega flestir heyrt. Og eflaust eiga flestir sína eigin útgáfu af naglasúpu. Á mínu heimili hefur hún oftast verið kölluð "tiltekt í ísskápnum súpa".

Eftir kvöldið í kvöld hinsvegar mun hún alltaf vera kölluð naglasúpa. 

Ég hef yfirleitt verið frekar djörf í eldhúsinu (if you know what I mean ;) ). Hef verið óhrædd að prófa nýja hluti, blanda saman hráefnum sem engum myndi annars detta í hug svo að fólk hryllir sig og grettir - þar til það smakkar að sjálfsögðu. 

Ég hef nefnilega líka verið frekar kærulaus þegar ég er að handleika hnífa og finnst yfirleitt ekkert tiltökumál að skera mig aðeins, enda er ég alltaf á hraðferð þegar ég er að elda og má engan tíma missa. En oftast eru það bara smáskurðir sem má gjarnan laga með ice age plástri. 

Í dag var ég að undirbúa þessa dýrindis naglasúpu. Kjúklingurinn var aðeins að malla og ég var búin að skera niður það sem næst átti að fara út í missti mig svo aðeins í kokkatöktunum þegar ég var að skera niður selleríið. Þið vitið hvernig þetta er, hnífurinn á fullu og maður einbeitir sér að því að passa puttana og í leiðinni að ímynda sér að þessir hæfileikar kæmu manni léttilega í gegnum prufur í masterchef eða hells kitchen. 
En nei! Ég æpi "mother fucker" og átta mig á því að þarna var hún lent á brettinu. Nöglin sem vantaði í naglasúpuna - ásamt ponsubita af putta. 

Þá var bara að hendast upp á spítala í umbúðir og halda eldamennskunni áfram. 



Eftir spítalaheimsóknina tók mamma ekki í mál að ég héldi áfram, greip sleifar og hnífa og ég mátti skipa fyrir (einhverntímann er allt fyrst). 

En ef svo heppilega vill til að þið séuð ekki búin að missa matarlistina þá fylgir hér uppskrift af naglasúpu kvöldsins mínus naglar og neglur auðvitað. 

3 kjúklingabringur
2 laukar
3-4 hvítlauksrif
1 chilipipar
1 sellerístilkur
1/2 - 1 sæt kartafla
4 niðurskornir tómatar - vel þroskaðir
Slatti brokkolí
1 grænmetisteningur
1 kjúklingateningur
1 nautateningur
ca líter af vatni. 
1 lítil dós af kókosmjólk
austurlensk kryddblanda
salt og pipar
chilipipar
maukað chili til að bragðbæta - má líka nota sweet chili sósu
2-4 msk cous cous

Kjúklingabringur skornar niður í litla bita og steiktar á pönnu með salti, pipar og chilipipar. Í pott ásamt olíu set ég laukinn, hvítlauk, chili og sellerí. Þegar það hefur mallað aðeins bæti ég útí tómötum ásamt vatni og krafti. Síðan er það brokkolí og sæt karftafla, skorið í bita og allt látið malla í ca 20-30 mín. ca þar til sæta kartaflan er alveg tilbúin. Þá hendi ég couscous-inu útí og malla í smá stund í viðbót. Súpan er síðan bragðbætt með salti og pipar ásamt chilimauki eftir smekk. Um að gera að bæta meiri krafti í hana ef það vantar smá power. Ég notaði kryddblöndu sem heitir arabískt kjúklingakrydd frá pottagöldum til að bragðbæta. Annars mæli ég með austurlenskum kryddum eins og kóríander, cumin, túrmeric, engifer, karry ofl. allt eftir smekk. Kókosmjólkin er síðan sett í alveg í endann, rétt áður en súpan er borin fram. 



NAMMI! Ekkert betra en að gúffa í sig girnilegustu súpu heims þegar maður er lítill í sér. 

Þá er bara að halda áfram að njóta og fara að öllu með gát. 

Ég mæli ekki með því að leika þetta eftir.
Ég sé alveg fram á að þurfa ekki að vaska upp í nokkra daga sem hentar mér ágætlega - en dýrt að greiða fyrir það með elsku puttanum mínum. 

Þangað til næst :)

þriðjudagur, 30. júlí 2013

Hótel Mamma - Sjáfsþurftarbúskapur

Sumarfríið leggst bara nokkuð vel í mig. Komin norður og byrjuð að njóta - semsagt liggja og gera ekki neitt nema þá kannski helst að borða. (Ég er ekki búin að taka einn candy crush leik síðan ég mætti!)

Eins og svo oft þegar ég er stödd á Hótel Mamma er ég látin greiða fyrir vistina með því að elda allavega einu sinni á meðan á dvölinni stendur. Ég hef það hins vegar á tilfinningunni að ég eigi eftir að hertaka eldhúsið næstu 2 vikur. Ekkert að því svosem :)

Um hádegi tókum við út fisk til að hafa í kvöldmatinn og vorum búnar að ákveða að drekkja honum í grænmeti og henda í ofninn. Smelltum okkur því út í garð til að sækja grænmeti í réttinn. 


Eðlilega kom smurosta og rjómasósa ekki til greina þar sem undirrituð er búin að snarbreyta um líffstíl. Eftir smá skoðunarferð um ísskápinn var svo komin skotheld hugmynd að sósu!


Hold your horses! 

Frökenin hellti í matvinnsluvél: 

Ca. krukku af fetaosti - ekki olíuna með (kannski ponsu til að bragðbæta)
3 vel þroskaða tómata
3-4 góðar matskeiðar af pestó
1/2 chili - auðvitað úr glugganum hjá mömmu
smá salt og pipar

Ég notaði grænt pestó sem mamma bjó til  (ca 3 msk) og smá dellu af rauðu pestói líka.(1 msk).

Nú fóru flökin bara beint í eldast mót ásamt skvettu af sítrónusafa og dass af sítrónupipar og salti. 
Svo tókum við vel valið grænmeti, smátt skorið og hentum því yfir. 
Þarna erum við með gulrætur, brokkolí, kartöflur, lauk, vorlauk og sæta kartöflu.
(Mæli með því að sjóða gulrætur og brokkolí aðeins áður - jafnvel kartöflurnar líka)


Því næst þessi dásamlega sósa!


Svo svindluðum við smá og settum örlítið af rifnum osti yfir herlegheitin. 
Það er í góðu lagi að sleppa ostinum því að rétturinn sjálfur er svo bragðgóður og sósan vel "creamy"  svo að það skiptir ekki nokkru máli. 

Ég er miður mín yfir því að hafa gleymt að taka mynd af þessu tilbúnu þar sem þetta var vægast sagt himneskt! Ég er eiginlega viss um að ég hefði ekki náð mynd hvort eð er þar sem heimilisfólkið bókstaflega andaði að sér matnum. 

Næst ætla ég að prófa sósuna með kjúkling eða kalkún og ég þori að veðja að hún er dásamleg á samlokur líka. Það besta er að þú getur notað hana bæði heita og kalda! 

Njótið elsku vinir! 

Hér er hvolpur!

Mosi


sunnudagur, 28. júlí 2013

Súkkulaðiást í "átaki"

Mataráhugi minn nær hæðum sem instagram og facebook hreinlega ráða ekki við. Sumarfríið verður sko heldur betur nýtt í allskonar tilraunastarfsemi sem samstundis fer á bloggið.

Súkkulaði - súkkulaði - súkkulaði!

Án þess væri líf mitt tómlegt og innihaldslaust. Ég ætla að sýna ykkur hvað ég geri til að fá mitt súkkulaðifix þegar ég þarf á því að halda - án þess að það innhaldi ósæmilegt magn af sykri eða kaloríum. Ég er búin að tilraunast með þessa blöndu í ca 1-2 ár til þess að ná því akkúrat eins og ég vil hafa það en vanalega þá eru eldhúsvoginni og mæliskeiðunum ekki boðið í súkkulaðigerðina. EN! Ég tók mig til og mældi í þetta sinn svo að þeir sem vilja prófa hafi viðmið :)

Ég blanda saman:

60 - 80 gr kókosolíu
4-5 msk af hreinu kakói
1,5-3 msk af agavesírópi

Mér finnst best að setja kókosolíuna í skál fyrst og í vatnsbað til að bræða hana. Þá verður blandan alveg kekkjalaus og silkimjúk!
Svo er bara að blanda eftir smekk.
Viltu meira kakóbragð eða hafa það sætara? Þá er um að gera að prófa sig áfram í hlutföllunum!



Svo er auðvitað hægt að nota aðrar sætur en agavesírópið - Eins og t.d. hunang eða sætuefnið sem þú notar vanalega.

Þennan grunn nota ég svo til að búa til konfekt. Hentu útí þetta haframjöli, kókosmjöli, döðlum, hnetum , fræjum eða öðru sem þér dettur í hug. Ég hef svo ýmist smellt þessu í konfekt eða klakamót, mini muffins form eða bara í fat/mót og inn í frysti í nokkrar mínútur.


Í dag notaði ég smá út á hafragrautinn minn ásamt jarðaberjum og bananabitum. Dásamlegt!



Njótum!