sunnudagur, 28. júlí 2013

Súkkulaðiást í "átaki"

Mataráhugi minn nær hæðum sem instagram og facebook hreinlega ráða ekki við. Sumarfríið verður sko heldur betur nýtt í allskonar tilraunastarfsemi sem samstundis fer á bloggið.

Súkkulaði - súkkulaði - súkkulaði!

Án þess væri líf mitt tómlegt og innihaldslaust. Ég ætla að sýna ykkur hvað ég geri til að fá mitt súkkulaðifix þegar ég þarf á því að halda - án þess að það innhaldi ósæmilegt magn af sykri eða kaloríum. Ég er búin að tilraunast með þessa blöndu í ca 1-2 ár til þess að ná því akkúrat eins og ég vil hafa það en vanalega þá eru eldhúsvoginni og mæliskeiðunum ekki boðið í súkkulaðigerðina. EN! Ég tók mig til og mældi í þetta sinn svo að þeir sem vilja prófa hafi viðmið :)

Ég blanda saman:

60 - 80 gr kókosolíu
4-5 msk af hreinu kakói
1,5-3 msk af agavesírópi

Mér finnst best að setja kókosolíuna í skál fyrst og í vatnsbað til að bræða hana. Þá verður blandan alveg kekkjalaus og silkimjúk!
Svo er bara að blanda eftir smekk.
Viltu meira kakóbragð eða hafa það sætara? Þá er um að gera að prófa sig áfram í hlutföllunum!



Svo er auðvitað hægt að nota aðrar sætur en agavesírópið - Eins og t.d. hunang eða sætuefnið sem þú notar vanalega.

Þennan grunn nota ég svo til að búa til konfekt. Hentu útí þetta haframjöli, kókosmjöli, döðlum, hnetum , fræjum eða öðru sem þér dettur í hug. Ég hef svo ýmist smellt þessu í konfekt eða klakamót, mini muffins form eða bara í fat/mót og inn í frysti í nokkrar mínútur.


Í dag notaði ég smá út á hafragrautinn minn ásamt jarðaberjum og bananabitum. Dásamlegt!



Njótum! 


1 ummæli: