þriðjudagur, 30. júlí 2013

Hótel Mamma - Sjáfsþurftarbúskapur

Sumarfríið leggst bara nokkuð vel í mig. Komin norður og byrjuð að njóta - semsagt liggja og gera ekki neitt nema þá kannski helst að borða. (Ég er ekki búin að taka einn candy crush leik síðan ég mætti!)

Eins og svo oft þegar ég er stödd á Hótel Mamma er ég látin greiða fyrir vistina með því að elda allavega einu sinni á meðan á dvölinni stendur. Ég hef það hins vegar á tilfinningunni að ég eigi eftir að hertaka eldhúsið næstu 2 vikur. Ekkert að því svosem :)

Um hádegi tókum við út fisk til að hafa í kvöldmatinn og vorum búnar að ákveða að drekkja honum í grænmeti og henda í ofninn. Smelltum okkur því út í garð til að sækja grænmeti í réttinn. 


Eðlilega kom smurosta og rjómasósa ekki til greina þar sem undirrituð er búin að snarbreyta um líffstíl. Eftir smá skoðunarferð um ísskápinn var svo komin skotheld hugmynd að sósu!


Hold your horses! 

Frökenin hellti í matvinnsluvél: 

Ca. krukku af fetaosti - ekki olíuna með (kannski ponsu til að bragðbæta)
3 vel þroskaða tómata
3-4 góðar matskeiðar af pestó
1/2 chili - auðvitað úr glugganum hjá mömmu
smá salt og pipar

Ég notaði grænt pestó sem mamma bjó til  (ca 3 msk) og smá dellu af rauðu pestói líka.(1 msk).

Nú fóru flökin bara beint í eldast mót ásamt skvettu af sítrónusafa og dass af sítrónupipar og salti. 
Svo tókum við vel valið grænmeti, smátt skorið og hentum því yfir. 
Þarna erum við með gulrætur, brokkolí, kartöflur, lauk, vorlauk og sæta kartöflu.
(Mæli með því að sjóða gulrætur og brokkolí aðeins áður - jafnvel kartöflurnar líka)


Því næst þessi dásamlega sósa!


Svo svindluðum við smá og settum örlítið af rifnum osti yfir herlegheitin. 
Það er í góðu lagi að sleppa ostinum því að rétturinn sjálfur er svo bragðgóður og sósan vel "creamy"  svo að það skiptir ekki nokkru máli. 

Ég er miður mín yfir því að hafa gleymt að taka mynd af þessu tilbúnu þar sem þetta var vægast sagt himneskt! Ég er eiginlega viss um að ég hefði ekki náð mynd hvort eð er þar sem heimilisfólkið bókstaflega andaði að sér matnum. 

Næst ætla ég að prófa sósuna með kjúkling eða kalkún og ég þori að veðja að hún er dásamleg á samlokur líka. Það besta er að þú getur notað hana bæði heita og kalda! 

Njótið elsku vinir! 

Hér er hvolpur!

Mosi


3 ummæli:

  1. Og vá!
    Èg varð þess heiðurs aðnjótandi að bragða þessa dásemd.
    Klst. seinna get ég varla hreyft mig!

    SvaraEyða
  2. Æði, fíla grænmetið í garðinum og já, hvolpurinn er sætur!

    SvaraEyða
  3. Keep this shit up. Ég mun skoða þetta og prófa. Hverjum degi takk fyrir.

    SvaraEyða