laugardagur, 22. nóvember 2014

N U T E L L A



Ohhh Lord! Ég fæ samviskubit bara af því að segja Nutella.

Slefa við tilhugsunina...



Nutella er ítalskt fyrirbæri. Girnilegt, dásamlegt súkkulaði & heslihnetu fyrirbæri.
Alþjóðlegi Nutella dagurinn er haldinn hátíðlegur þann 5.febrúar - svo frábært er nutella að það á heilan dag!

Ég finn mig knúna til að taka það fram að nutella er um það bil 56% sykur, (NO JOKE)!

Þú getur reiknað dæmið hér: http://www.nutellausa.com/nutrition-facts.htm

Per "serving size" af nutella eru 37 gr - af því eru 21 gr sykur.

Ég veit, ég er í siiijokki!


Svo! Tilraun kvöldsins var auðvitað heimagert nutella án sykurs!






Uppskriftin er eftirfarandi:

150 gr heslihnetur
4-5 msk kókosolía
2 tsk sukkrin melis
2 msk hunang
2 msk kakó
1 vanillustöng


Við byrjum á því að hita ofninn í 200°c. Hendum heslihnetunum á bökunarpappír og í ofninn í 10 mín. Að því loknu seturðu heslihneturnar í viskastykki og nuddar vel og vandlega. Þetta gerum við til að ná hýðinu af. Hýðið er nefnilega svolítið beiskt á bragðið - þessvegna viljum við það ekki með.
Síðan fara hneturnar í matvinnsluvél og eru hakkaðar í spað! Eins hakkaðar og mögulegt er. Því næst má setja restina af hráefninu með í matvinnsluvélina og trylla þar til allt er vel og vandlega blandað.
Ath að það má setja mjólk/möndlumjólk/rjóma eða eitthvað slíkt útí til að þynna aðeins. Mitt smjör var svolítið þykkt en óhugnalega líkt hinu upprunalega á bragðið!



Ég er í nutella vímu hérna megin.
Þangað til næst kæru vinir.

Njótið :)

-Guðdís


(Ert þú með áskorun/tillögu/spurningu? Skjóttu!)


miðvikudagur, 12. nóvember 2014

Hér er sælgæti um sælgæti...

Þetta fína blogg skrifaði ég á sunnudaginn. Það eina sem ég átti eftir að gera var að henda inn myndunum og poste-a. En fór sem fór. Ég gleymdi því, og svo nennti ég ekki og síðan gleymdi ég því aftur. En í ljósi þess að skólanum lauk snemma í kvöld og 2 heilir klukkutímar bættust við daginn minn, þá auðvitað smelli ég í 1000 orða inngang líka.

Ég tók fram í síðasta bloggi að eina sætan sem ég leyfi mér þegar kemur að svona hollustudrullumalli er hunang. En ég á eina sjúklega góða vinnuvinkonu sem benti mér á sukrin. (Takk Þóra). Eftir að hafa lesið mér til um sukrin, sá ég bara ekkert að vandbúnaði og skellti mér á 1 poka. Næst þegar ég geri sælgætistilraunir verður sukrin í aðalhlutverki. Ég mæli með því að þið lesið ykkur til um þetta ágæta sætuefni og áhrif (eða ekki áhrif) á líkamann vs. sykur eða aðrar sætur.

En nóg um það. Snúum okkur að namminu!

Sælgætisgerð sunnudagsins fór vægast sagt fram úr væntingum.
Þegar ég er að brasa með svona hollustuhráefni þá á ég það til að gera ekki miklar væntingar til útkomunnar. Sem ég skil ekki, því í 98% tilfella er þetta gúrmeistöff sem ég hendi yfirleitt í kjamman á mér á ca 0,1 sek.

First thing´s first!

Eins og þú ert mögulega búin að gera þér grein fyrir þá er ég hætt að borða sykur. Og þess vegna leita ég allra mögulegra leiða til að gera matinn minn betri en hann er. Einn liður í því er að finna eitthvað sætt, sem ég get borðað með hreinni samvisku.

Leyfið mér að kynna:

Döðlukaramella!

Þið skiljið ekki hvað þetta er mikil snilld!
Þetta get ég notað í hvað sem er. Ofan á poppxex, í skyrið eða hafragrautinn, sem sætu í allskonar góðgæti - sem er akkúrat það sem ég gerði á sunnudaginn. Ég notaði döðlukaramellu í staðinn fyrir sykur :)

Þar sem ég er ekki sú þolinmóðasta, þá nennti ég ekki að láta döðlurnar liggja í bleyti í marga klukkutíma. Ég tók því til minna ráða og henti þeim í pott.

Þetta er svona einfalt:

100 gr Döðlur
1 vanillustöng
Smá salt


Döðlunum er hent í pott og vatni hent yfir þær - vatnið á bara að fljóta jafnhátt og döðlurnar.
Leyfðu þeim að sjóða í smá stund og hrærðu á meðan.
Eftir skamma stund fara þær að maukast og vatnið sýður upp og úr verður einhverskonar döðlugrautur. Þá er pottinum kippt af hellunni og vanillu úr einni stöng er blandað saman við ásamt smá salti.

Þegar grauturinn hefur kólnað smá stund, henti ég þessu í matvinnsluvél  til að fá þetta silkimjúkt og gordjöss.
Svo setti ég þetta í svona fína krukku og voila - geymist í einhverjar vikur í ísskáp!

Og þá er það snilld númer 2.
Frá því að ég byrjaði að brasa með hollustunammi, þá hefur mig dreymt um hollustuútgáfu af bounty. Ekki bara einhverjar kókoskúlur sem eru ekkert eins og bounty, heldur eitthvað sem svalar raunverulegri bountyþörf!

Og sjáið hér! Þær urðu til. Og þó ég segji sjálf frá - þá eru þær dýrðlegar.

Byrjum á fyllingunni:

100 gr, kókosmjöl
65 gr. hakkaðar möndlur (setti bara heilar möndlur í matvinnsluvél, þá færðu hýðið og allt með)
3-4 msk kókosolía
4-5 msk döðlukaramella.

Ég byrja á því að blanda saman þurrefnum. Síðan bræði ég kókosolíuna yfir volgu vatnsbaði og blanda döðlukaramellunni saman við, eins mikið og hægt er þar sem þetta blandast ekkert sérlega vel saman. Eftir að búið er að sameina öll hráefni bý ég bara til kúlur eða stangir eða hvað sem mig langar og hendi í ísskáp á meðan ég bý til súkkulaðið - já ég sagði BÝ TIL súkkulaðið.


Ég nefnilega fjárfesti í kakósmjöri í innkaupaferð sunnudagsins.
Hérna kemur súkkulaðiuppskriftin:

70 gr. kakósmjör (cacao butter)
70 gr. kókosolía
4-5 msk kakó - mér finnst 5 fullkomið. Smekksatriði.
30-50 gr hunang - alveg smekksatriði líka. Bara smakka blönduna til.
2 msk rjómi
smá salt.
Hérna byrja ég á því að bræða saman kókosolíuna og kakósmjörið yfir volgu vatnsbaði þar sem hvor tveggja bráðnar við mjög lágt hitastig. Því næst set ég kakóið úti og hræri þar til kekkjalaust og svo er að demba hunanginu útí ásamt smá saltklípu. Rjómann set ég svo útí í bláendann, rétt áður en ég húða kókosbitana. Rjóminn þykkir súkkulaðið svo það þekur betur bitanna. En aftur á móti er nauðsynlegt að geyma þetta súkkulaði í kæli/frysti þar sem það verður mjög mjúkt við stofuhita.


Restina af súkkulaðinu smellti ég svo í konfektmót sem ég átti svo ég á líka fullkomna súkkulaðimola með kaffinu.
Nammigrísinn er sko ekki lagstur í dvala þó sykurinn sé ekki lengur valkostur. Ég finn bara aðrar leiðir ;)

Ég vona að þið prófið og njótið :)

-Guðdís


sunnudagur, 9. nóvember 2014

Nýji ekki megrunarkúrinn

Hún er lifandi!

Og ætlar að byrja að blogga aftur! 
Og það sem er skemmtilegast við þetta alltsaman er að nú mun bloggið stútfyllast af meinhollum uppskriftum. Ekki stoppa hér samt, því ég lofa að þessar hollustuuppskriftir eru stórkostlegar. Sælkerinn sem ég er sættir sig hvorki við einhæfni né ófullnægða bragðlauka. 

Þannig er mál með vexti að fyrir mánuði síðan, ætlaði ég að hætta að borða hvítt hveiti og hvítan sykur, Óvart hætti ég samt að borða allt brauðmeti og tók út nákvæmlega allan sykur. Það þýðir, enginn hrásykur, ekkert agave sýróp, ekkert hlynsíróp, no nuthin. Það eina sem sleppur í gegnum mitt sykuröryggiskerfi er hunang. (og eiginlega pepsi max líka :/ ) 
Það sem er stórmerkilegt við þetta nýja líferni er að ég hef komist að því að það er sykur eða hveiti í nákvæmlega öllu. ÖLLU. En í staðinn fæ ég að útbúa allan minn mat alveg sjálf frá grunni, fyrir utan nokkra valda veitingastaði sem mæta mínum þörfum, eins og t.d. nings og ginger - er orðin fastagestur þar :) 

Ástæðan fyrir því að ég valdi að sleppa hveiti og sykri er einföld - ég er fíkill. 

Og hef ég séð ljósið? JÁ! 
Leyfið mér að útskýra. 
Breytingar sem urðu á einum mánuði duga mér til að vilja aldrei borða sykur aftur. Í fyrsta lagi, ég hef varla sofið heila nótt án þess að vakna að minnsta kosti einu sinni yfir nóttina í ca 7-8 ár. And guess what! Ég er farin að sofa á næturnar. Á þessum eina mánuði hef ég mun oftar sofið heila nótt en ekki. Húðin á mér! Vává! Ég finn svakalegan mun á húðinni, öll mýkri og þægilegri viðkomu. Fyrstu 2 vikurnar missti ég svo mikinn bjúg að það liggur við að ég hafi farið niður skóstærð og húðin í andlitinu er alltíeinu örðuvísi viðkomu. Og til að toppa þetta alltsaman eru 7,5 kíló fokin. Magnað, ekki satt? 

En eins og með öll svona stór verkefni, þá tek ég bara einn dag í einu. Ég fann að ég var tilbúin til þess að gera þetta þegar ég áttaði mig á því að ég verð að vera viðbúin því að gera mistök og láta mistökin ekki verða mér að falli. Við erum jú öll mannleg. Eða eins og Aaliyah segir "dust yourself off and try again". 

Fyrir nokkrum dögum áttaði ég mig á því að jólin eru handan við hornið. Í stað þess að panikka yfir því að þurfa að kaupa skrilljón gjafir, þá panikka ég yfir því hvað ég á að borða um jólin. Nóa konfekt er minn helsti veikleiki og ég tala nú ekki um effing jólaölið. SVO, í dag tek ég málin auðvitað í mínar hendur og ætla að tilraunast í nammigerð - sykur og hveitilaust jólanammi að sjálfsögðu. Svo ég skrapp í búðina áðan og fjárfesti í allskonar sælgætisgerðarstöffi, ásamt öðru nauðsynlegu. 

Hér má sjá eitt stykki verslunarferð hjá mér: 
























Sælgætisgerðin verður efni í næsta blogg hjá mér, hver veit nema þau verði bara tvö í dag! (of mikið?)

En hér læt ég fylgja með uppskrift af pizzabotn sem ég er sjúk í. Hann er hollur og bragðgóður og alveg hveiti og sykurlaus! Bara 3 innihaldsefni :)

Þessi botn dugar fyrir 2 

100 gr hveitikím
1-1,5 dl vatn
1-2 msk ólífu olía

Bætið vatni útí hveitikímið og passið að það sé bara nóg vatn til að hveitikímið blotni alveg og hráefnin festist saman eða myndi "deig". Bætið síðan olíunni útí og hrærið. 
Deiginu þarf svo að smyrja með þolinmæði á plötu.
Botninn á að baka við 180°C í ca 10 mín áður en sett er á hann. Svo sturtið þið bara áleggi að vild á pizzuna og bakið þar til osturinn er nákvæmlega einsog hann á að vera :) 

Verði ykkur að góðu!


















-Guðdís