Hún er lifandi!
Og ætlar að byrja að blogga aftur!
Og það sem er skemmtilegast við þetta alltsaman er að nú mun bloggið stútfyllast af meinhollum uppskriftum. Ekki stoppa hér samt, því ég lofa að þessar hollustuuppskriftir eru stórkostlegar. Sælkerinn sem ég er sættir sig hvorki við einhæfni né ófullnægða bragðlauka.
Þannig er mál með vexti að fyrir mánuði síðan, ætlaði ég að hætta að borða hvítt hveiti og hvítan sykur, Óvart hætti ég samt að borða allt brauðmeti og tók út nákvæmlega allan sykur. Það þýðir, enginn hrásykur, ekkert agave sýróp, ekkert hlynsíróp, no nuthin. Það eina sem sleppur í gegnum mitt sykuröryggiskerfi er hunang. (og eiginlega pepsi max líka :/ )
Það sem er stórmerkilegt við þetta nýja líferni er að ég hef komist að því að það er sykur eða hveiti í nákvæmlega öllu. ÖLLU. En í staðinn fæ ég að útbúa allan minn mat alveg sjálf frá grunni, fyrir utan nokkra valda veitingastaði sem mæta mínum þörfum, eins og t.d. nings og ginger - er orðin fastagestur þar :)
Ástæðan fyrir því að ég valdi að sleppa hveiti og sykri er einföld - ég er fíkill.
Og hef ég séð ljósið? JÁ!
Leyfið mér að útskýra.
Breytingar sem urðu á einum mánuði duga mér til að vilja aldrei borða sykur aftur. Í fyrsta lagi, ég hef varla sofið heila nótt án þess að vakna að minnsta kosti einu sinni yfir nóttina í ca 7-8 ár. And guess what! Ég er farin að sofa á næturnar. Á þessum eina mánuði hef ég mun oftar sofið heila nótt en ekki. Húðin á mér! Vává! Ég finn svakalegan mun á húðinni, öll mýkri og þægilegri viðkomu. Fyrstu 2 vikurnar missti ég svo mikinn bjúg að það liggur við að ég hafi farið niður skóstærð og húðin í andlitinu er alltíeinu örðuvísi viðkomu. Og til að toppa þetta alltsaman eru 7,5 kíló fokin. Magnað, ekki satt?
En eins og með öll svona stór verkefni, þá tek ég bara einn dag í einu. Ég fann að ég var tilbúin til þess að gera þetta þegar ég áttaði mig á því að ég verð að vera viðbúin því að gera mistök og láta mistökin ekki verða mér að falli. Við erum jú öll mannleg. Eða eins og Aaliyah segir "dust yourself off and try again".
Fyrir nokkrum dögum áttaði ég mig á því að jólin eru handan við hornið. Í stað þess að panikka yfir því að þurfa að kaupa skrilljón gjafir, þá panikka ég yfir því hvað ég á að borða um jólin. Nóa konfekt er minn helsti veikleiki og ég tala nú ekki um effing jólaölið. SVO, í dag tek ég málin auðvitað í mínar hendur og ætla að tilraunast í nammigerð - sykur og hveitilaust jólanammi að sjálfsögðu. Svo ég skrapp í búðina áðan og fjárfesti í allskonar sælgætisgerðarstöffi, ásamt öðru nauðsynlegu.
Hér má sjá eitt stykki verslunarferð hjá mér:
Sælgætisgerðin verður efni í næsta blogg hjá mér, hver veit nema þau verði bara tvö í dag! (of mikið?)
En hér læt ég fylgja með uppskrift af pizzabotn sem ég er sjúk í. Hann er hollur og bragðgóður og alveg hveiti og sykurlaus! Bara 3 innihaldsefni :)
Þessi botn dugar fyrir 2
100 gr hveitikím
1-1,5 dl vatn
1-2 msk ólífu olía
Bætið vatni útí hveitikímið og passið að það sé bara nóg vatn til að hveitikímið blotni alveg og hráefnin festist saman eða myndi "deig". Bætið síðan olíunni útí og hrærið.
Deiginu þarf svo að smyrja með þolinmæði á plötu.
Botninn á að baka við 180°C í ca 10 mín áður en sett er á hann. Svo sturtið þið bara áleggi að vild á pizzuna og bakið þar til osturinn er nákvæmlega einsog hann á að vera :)
Verði ykkur að góðu!
-Guðdís
Ohhh.... Á ekki þolinmæði til að smyrja með.... fæst það í Ikea?
SvaraEyða