laugardagur, 22. nóvember 2014

N U T E L L A



Ohhh Lord! Ég fæ samviskubit bara af því að segja Nutella.

Slefa við tilhugsunina...



Nutella er ítalskt fyrirbæri. Girnilegt, dásamlegt súkkulaði & heslihnetu fyrirbæri.
Alþjóðlegi Nutella dagurinn er haldinn hátíðlegur þann 5.febrúar - svo frábært er nutella að það á heilan dag!

Ég finn mig knúna til að taka það fram að nutella er um það bil 56% sykur, (NO JOKE)!

Þú getur reiknað dæmið hér: http://www.nutellausa.com/nutrition-facts.htm

Per "serving size" af nutella eru 37 gr - af því eru 21 gr sykur.

Ég veit, ég er í siiijokki!


Svo! Tilraun kvöldsins var auðvitað heimagert nutella án sykurs!






Uppskriftin er eftirfarandi:

150 gr heslihnetur
4-5 msk kókosolía
2 tsk sukkrin melis
2 msk hunang
2 msk kakó
1 vanillustöng


Við byrjum á því að hita ofninn í 200°c. Hendum heslihnetunum á bökunarpappír og í ofninn í 10 mín. Að því loknu seturðu heslihneturnar í viskastykki og nuddar vel og vandlega. Þetta gerum við til að ná hýðinu af. Hýðið er nefnilega svolítið beiskt á bragðið - þessvegna viljum við það ekki með.
Síðan fara hneturnar í matvinnsluvél og eru hakkaðar í spað! Eins hakkaðar og mögulegt er. Því næst má setja restina af hráefninu með í matvinnsluvélina og trylla þar til allt er vel og vandlega blandað.
Ath að það má setja mjólk/möndlumjólk/rjóma eða eitthvað slíkt útí til að þynna aðeins. Mitt smjör var svolítið þykkt en óhugnalega líkt hinu upprunalega á bragðið!



Ég er í nutella vímu hérna megin.
Þangað til næst kæru vinir.

Njótið :)

-Guðdís


(Ert þú með áskorun/tillögu/spurningu? Skjóttu!)


Engin ummæli:

Skrifa ummæli