sunnudagur, 1. mars 2015

Ein ég sit og blogga

Sunnudagar eru uppáhaldsdagarnir mínir.

Sunnudögum finnst mér best að eyða ein með sjálfri mér. Þeir eru miklvægir þannig. Bara ég og klikkaði hausinn minn að gera venjulega hluti með engum. Og það finnst mér gott.

Á sunnudögum geri ég upp vikuna. Á sunnudögum tek ég til í herberginu mínu. Geng frá öllum fötunum sem ég hef hent útum gólf og loft alla vikuna. Ég hendi eyrnapinnahrúgunni á kommóðunni minni, geng frá vatnsglösunum, tómu pepsi max flöskunum og kaffibollunum sem finnast á víð og dreif um íbúðina. Ég skipulegg nestismál komandi viku og eyði deginum vanalega í eldhúsinu með dr. phil. Og síðast en ekki síst þá eru mælingar á sunnudögum. Ég vigta mig og mæli hven einasta fersentímeter líkamans með málbandi.

Þó svo megnið af sunnudeginum fari í það að hlusta á dr.phil þætti (já. því ég er alltaf að gera eitthvað annað líka) þá fer kvöldið yfirleitt í að horfa á eitthvað sem veitir mér innblástur. Það sem er alveg 100% uppáhalds eru fyrir og eftir myndir. Ég er mögulega búin að sjá hvert einasta fyrir og eftir video sem finnst á youtube. Á meðan ímynda ég mér stundum hvernig ég myndi líta út í kjörþynd. Andlitið, hendurnar, rassinn.. Allt einhvern veginn allt öðruvísi.

Síðustu dagar hafa verið mjög skrítnir. Mér finnst árangurinn minn súrrealískur og absúrd. Mér finnst skrítið að hugsa til þess að ég hafi verið 16 kílóum þyngri en ég er núna. Mér finnst skrítið að hugsa til þess að ég er 16 kílóum léttari en ég var fyrir 5 mánuðum.

Mér fannst skrítið að fara á dropboxið mitt og finna hálfs árs gamlar myndir og sjá muninn, fá sjokkið. Svona gleðisjokk. Þetta er í alvörunni að gerast! Ég er bara í alvörunni loksins að gera þetta fyrir alvöru! Ég verð bráðum fyrir og eftir mynd!

Ég verð bráðum fyrir og eftir mynd... og ég fæ tár í augun. Mig hefur alltaf dreymt um að vera fyrir og eftirmynd. :)

Það er svo gott að finna hvað allir hafa mikla trú á mér. Og loksins hef ég óbilandi trú á sjálfri mér! #igotthis

Og í tilefni þess ætla ég að henda inn fyrir og eftir mynd.


Það eru ca 4 mánuðir á milli þessara mynda. Sú fyrri er tekin í byrjun Nóvember en sú seinni á föstudaginn sl. VEI!


Uppskrift dagsins er svo að uppáhalds millimálinu mínu og reyndar í miklu uppáhaldi hjá vinnufélugunum líka .

Einfaldasta sem er til!

Í jöfnum hlutföllum blandið saman:

Ristuðum möndlum (Ég rista þær sjálf)
Ristuðum kasjúhnetum (Ég rista þær sjálf)
Rúsínum
Ristuðum kókosflögum


Og Gjössovel:


Hristu þetta svo bara saman og hámaðu í þig!

Takk fyrir að lesa.

-Guðdís

Engin ummæli:

Skrifa ummæli