Einu sinni, var ég alltaf í brjóstarhaldara. Og þegar ég
segji alltaf, þá meina ég alltaf. Ég meira að segja svaf oft í honum. Veit
eiginlega ekki afhverju. Ætli ég hafi ekki verið orðin svona vön honum að ég
var hætt að taka eftir honum.
Ég myndi segja að þetta hafi verið frá svona 16, 17 – 22
ára.
Ég hataði á mér brjósin. Ekki bara því þau voru lítil,
heldur fannst mér þau ekki nógu vel staðsett og bara frekar illa skipulögð. Að
vera ekki í brjóstarhaldara var það bersjaldaðasta sem ég gat ímyndað mér.
Frá svona 16-18 ára var ég staðráðin í því að fara í
brjóstaaðgerð. Láta stækka og laga. En svo fattaði ég að ég er hrædd við allt
svo ég ákvað bara að sætta mig við brjóstin á mér. Það var eiginlega skárra, af
tvennu illu.
Í dag myndi mér ekki detta í hug að fara í slíka aðgerð, þó
ég myndi aldrei dæma nokkurn eða efast um ástæður einhvers annars til að láta
laga á sér brjósin. Þetta er þinn líkami og þú gerir það sem þú vilt við hann. Alveg
100% gott og blessað.
En ég upplifði svolítið skemmtilegt fyrir stuttu
.
Þegar ég fitnaði sem mest, fékk ég í fyrsta skipti á ævinni
stærri brjóst. Það hefur nefnilega
alltaf verið þannig að þegar ég fitna, þá fer það allt á bumbuna, en rassinn og
brjóstin hafa yfirleitt verið svolítið úr hlutföllum.
Núna um daginn, stóð ég á jullunum fyrir framan spegil og
stóð sjálfa mig að því að hugsa: vá hvað ég er glöð að vera komin með litlu
brjósin mín aftur. Þá kom í ljós að mér þótti bara afskaplega vænt um þau og
vil bara ekkert breyta þeim. Þrátt fyrir að þau séu eitthvað illa skipulögð, ég
er það yfirleitt líka.
Ég er sem betur fer hætt að ganga í brjóstarhaldara allan sólahringinn
og hann er orðin meira svona mælistika á það hvernig dagurinn verður. Ef ég
t.d. kem heim úr vinnunni og fer beint úr brjóstarhaldaranum, þá er ég sennilega
ekki að fara neitt meir út í dag. Ef ég er ekki komin í brjóstarhaldara á milli
14 og 15 um helgar, þá er ég sennilega ekki að fara neitt út heldur. En ef það
fyrsta sem ég geri á morgnana er að fara í brjóstarhaldarann þá verður pottþétt
eitthvað úr deginum. Í morgun fór ég t.d. bæði í brjóstarhalda og sokka mjög
snemma og ég er búin að gera helling í dag!
Ég lít mikið upp til þeirra kvenna sem tóku þátt í
#freethenipple og létu í sér heyra #þöggun. Mér finnst þær dásamlega hugrakkar. Ég er stolt af konum sem
skila skömmini þar sem hún á heima og ég er stolt af konum sem eru stoltar af
eigin líkama. Ég er stolt af konum sem gefa börnum brjóst á almannafæri því það
Á að vera sjálfsagður hlutur að gera. Ég er stolt af konum sem hafa misst
brjóst og bera höfuðið hátt. Ég er stolt af konum sem láta laga á sér brjóstin
til að líða betur í eigin líkama og ég er stolt af konum sem eru sáttar við sín
eigin.
Þið eigið að vera stoltar!
Takk fyrir að lesa,
Ykkar, Guðdís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli