laugardagur, 27. júní 2015

B R J Ó S T

Einu sinni, var ég alltaf í brjóstarhaldara. Og þegar ég segji alltaf, þá meina ég alltaf. Ég meira að segja svaf oft í honum. Veit eiginlega ekki afhverju. Ætli ég hafi ekki verið orðin svona vön honum að ég var hætt að taka eftir honum.

Ég myndi segja að þetta hafi verið frá svona 16, 17 – 22 ára.

Ég hataði á mér brjósin. Ekki bara því þau voru lítil, heldur fannst mér þau ekki nógu vel staðsett og bara frekar illa skipulögð. Að vera ekki í brjóstarhaldara var það bersjaldaðasta sem ég gat ímyndað mér.

Frá svona 16-18 ára var ég staðráðin í því að fara í brjóstaaðgerð. Láta stækka og laga. En svo fattaði ég að ég er hrædd við allt svo ég ákvað bara að sætta mig við brjóstin á mér. Það var eiginlega skárra, af tvennu illu.

Í dag myndi mér ekki detta í hug að fara í slíka aðgerð, þó ég myndi aldrei dæma nokkurn eða efast um ástæður einhvers annars til að láta laga á sér brjósin. Þetta er þinn líkami og þú gerir það sem þú vilt við hann. Alveg 100% gott og blessað.

En ég upplifði svolítið skemmtilegt fyrir stuttu
.
Þegar ég fitnaði sem mest, fékk ég í fyrsta skipti á ævinni stærri  brjóst. Það hefur nefnilega alltaf verið þannig að þegar ég fitna, þá fer það allt á bumbuna, en rassinn og brjóstin hafa yfirleitt verið svolítið úr hlutföllum.

Núna um daginn, stóð ég á jullunum fyrir framan spegil og stóð sjálfa mig að því að hugsa: vá hvað ég er glöð að vera komin með litlu brjósin mín aftur. Þá kom í ljós að mér þótti bara afskaplega vænt um þau og vil bara ekkert breyta þeim. Þrátt fyrir að þau séu eitthvað illa skipulögð, ég er það yfirleitt líka.

Ég er sem betur fer hætt að ganga í brjóstarhaldara allan sólahringinn og hann er orðin meira svona mælistika á það hvernig dagurinn verður. Ef ég t.d. kem heim úr vinnunni og fer beint úr brjóstarhaldaranum, þá er ég sennilega ekki að fara neitt meir út í dag. Ef ég er ekki komin í brjóstarhaldara á milli 14 og 15 um helgar, þá er ég sennilega ekki að fara neitt út heldur. En ef það fyrsta sem ég geri á morgnana er að fara í brjóstarhaldarann þá verður pottþétt eitthvað úr deginum. Í morgun fór ég t.d. bæði í brjóstarhalda og sokka mjög snemma og ég er búin að gera helling í dag!

Ég lít mikið upp til þeirra kvenna sem tóku þátt í #freethenipple og létu í sér heyra #þöggun. Mér finnst þær dásamlega hugrakkar. Ég er stolt af konum sem skila skömmini þar sem hún á heima og ég er stolt af konum sem eru stoltar af eigin líkama. Ég er stolt af konum sem gefa börnum brjóst á almannafæri því það Á að vera sjálfsagður hlutur að gera. Ég er stolt af konum sem hafa misst brjóst og bera höfuðið hátt. Ég er stolt af konum sem láta laga á sér brjóstin til að líða betur í eigin líkama og ég er stolt af konum sem eru sáttar við sín eigin.

Þið eigið að vera stoltar!

Takk fyrir að lesa,

Ykkar, Guðdís

fimmtudagur, 25. júní 2015

N E N N I S

Síðustu dagar hafa verið ansi spennandi fyrir þessa hér.

Ég tók loksins ákvörðun um að henda tilraunastofunni út í heiminn og ég er ekki frá því að það hafi verið frábær ákvörðun. Í kjölfarið keypti ég síðan lén og ætla að henda í vefsíðu. Þannig að von bráðar mun bloggið færast inná tilraunastofan.is!

Ég er ótrúlega snortin yfir viðbrögðunum og skilaboðunum sem ég hef fengið. Ég er ekki alveg að ná utan um þetta og finnst þetta eiginlega svolítið súrrealískt. En vá hvað mér þykir vænt um þetta!

Þetta blogg er það allra stærsta verkefni sem ég hef tekið að mér og ég á því mikið að þakka.

Fyrir sirka 2 mánuðum fékk ég hugmynd að vefsíðu. Ég var búin að smíða hana í hausum á mér, búa til allskonar flokka og viðfangsefni og ég ætlaði að setja allan heiminn inná þessa vefsíðu. Fljótlega fór mér þó að finnast hugmyndin heldur stór svo ég eiginlega hætti við. Ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist skal ég segja þér, þ.e.a.s. að ég fæ klikkaða hugmynd og bugast áður en framkvæmdirnar byrja.

Þannig hefur það verið nánast allt mitt líf, það þekkja mín nánustu.

Þess vegna varð ég ekki hissa á viðbrögðunum sem ég fékk þegar ég ákvað að breyta um lífsstíl fyrir allra augum. Ég sá í augum vinkvennana glitta í vott af efasemdum þegar tilkynningaglaða ég sagði frá áformunum, að ég ætlaði að blogga mig mjóa. En það sem þær vissu ekki var að í þetta skipti var ég búin að sjá við sjálfri mér. Ég vissi að ég myndi bugast og ég gerði ráð fyrir því! Ég vissi að ég myndi falla og ég gerði ráð fyrir því! Ég vissi að það myndi koma tími sem ég myndi ekki geta meira og ég gerði ráð fyrir því! Og hvað gerist? Hér er ég, 20 kílóum léttari að búa til vefsíðu sem ég var búin að dauðadæma korteri eftir að ég fékk hugmyndina.

Þetta sýnir, elskurnar mínar að það er alltaf svigrúm fyrir breytingar. Og þó svo að enginn annar hafi trú á þér, þá dugar að þú hafir trú á sjálfri/sjálfum þér!

Stundum er maður ekki alveg með nennið í rassvasanum og það getur reynst dýrkeypt þegar mataræðið krefst pælinga.

Þess vegna langar mig að deila með ykkur "uppskrift" af minipítsum sem ég hef hent í á sparidögum eða ef ég nenni bara alls ekki að elda :)

Þetta er allt sem þú þarf:

Maískökur - svona einsog rískökurnar, nema bara maís.
Pítsasósu  - ég geri mína sjálf úr salsasósu og pítsakryddi, þessi tilbúna er nefnilega með sykri í.
Álegg - það sem þér finnst best á pítsu!
Ostur - Ég nota yfirleitt bara Mozzarella en í þetta skiptið varð venjulegur brauðostur fyrir valinu :)

Ég geri ráð fyrir því að þið séuð fullfær um að búa ykkur til pítsu en til öryggis:

  
Fyst maískaka - svo pítsasósa - síðan álegg - og síðast en alls ekki síst OSTUR!



Ég skelli þessu svo bara í ofninn á 180°C í ca 10 mín eða þar til osturinn er nákvæmlega eins og ég vil hafa hann :)



Svo er undirrituð náttúrulega kokteilsósusjúklingur, svo ég toppaði pítsurnar með smá léttri kokteilsósu en hún samanstendur af sýrðum rjóma og restinni af pítsasósunni sem ég bjó til.

Takk fyrir að lesa og verði ykkur að góðu!

Ykkar,
Guðdís


föstudagur, 19. júní 2015

Konur sem hata karlmenn?

Það sem er svo skemmtilegt við það að gramsa í hausnum á sér - er að oft dettur maður niður á einhverja kóða sem eru svo ótrúlega vitlaust skrifaðir að það er ekki skrítið að þeir hafi ekki framkallað neitt gáfulegt. Þetta þarf að laga staf fyrir staf, kóða fyrir kóða. 

Nýlega datt ég fram á einn slíkan. 

Það er erfitt fyrir mig að tala um þetta, aðallega því ég er hrædd við að særa einhvern. Ég elska foreldra mína og veit að þau hafa alltaf  og munu alltaf gera sitt allra besta til þess að mér líði vel og svo að ég fái að blómstra! Þau styðja mig í einu og öllu! Betri foreldra er ekki hægt að hugsa sér og hversu heppin er ég að eiga tvö pör. :*

En að efninu! 

Einu sinni hataði ég stráka. 

Ég hataði stráka vegna þess að í nokkur ár gerðu skólafélagarnir mínir í því að láta mér líða eins og ég væri lítils virði. Ég væri lítils virði vegna þess hvernig ég leit út. 

Þetta voru strákar. 

Allir strákarnir sem ég þekkti voru vondir. 


Ég átti í raun ekki margar karlmannsfyrirmyndir sem barn. 
Við pabba minn og bræður myndaðist ekki almennileg tenging fyrr en ég varð um 18. ára. Fyrir utan nokkrar heimsóknir fyrir 11 ára aldur. Ég hitti pabba minn í fyrsta skipti þegar ég var 7. ára. og eftir það fór ég nokkrum sinnum í heimsókn til þeirra, og elskaði það. 
En munið það að ég var var vön að hata stráka, svo ég átti erfitt með að mynda tengsl í svo stutt og fá skipti. 

Þar til ég varð 9 ára, þekkti ég bara að karlmenn fóru. Ég lærði snemma að á endanum fóru þeir og ég skipti þá í raun engu máli - að minnsta kosti ekki miklu. Svoleiðis var mín upplifun. 

Unglingsárin voru svona eins og hjá flestum - skelfileg :D 

Eineltið varð alltaf verra og verra með hverju árinu. Eða þar til ég fór í framhaldsskóla. Þá starstoppaði það. Ég man eftir einu atviki frá því ég var í framhaldsskóla sem situr fast í mér. 

Á unglinsárunum fóru svo vinkonur mínar að verða skotnar útum allt og eignast kærasta. Þá fór ég að verða svona utangátta. Ég átti nefnilega aldrei kærasta. 
Mitt hlutverk var að hlusta, leysa úr vandamálum vinkvennana og hef meira að segja gengið svo langt að vera einhvers konar milliliður í sambandsslitum. Það var áður en ég lærði að setja fólki mörk :) 
Ef ég vingaðist við einhvern sem var karlkyns þá kom það yfirleitt uppá peninginn að hann var skotinn í vinkonu minni. Og sagði mér það fyrst af öllum. Ég fékk að heyra þær margar ástarjátningarnar til vinkvenna minna :)

Ég var líka skotin í strákum, ég var oft skotin. En það fékk engin að vita af því. Vegna þess að ég var alltaf svo handviss um að ég væri of ljót og leiðinleg. Ekki bara hélt það, heldur trúði því fyrir alvöru að enginn myndi líta við þessu. Ég lærði samt að fake-a smá sjálfstraust og ég gat að minnsta kosti haldið uppi samræðum við fólk og haft gaman.

Þegar ég var 16 ára eignaðist ég í fyrsta skipti strákavini. Það tók mig langan tíma að átta mig á því að þeir vildu í alvörunni vera vinir mínir og fannst ég frábær. Ég hafði eiginlega alltaf haldið að strákar væru bara vinir mínir fyrir kurteisissakir. Svona einhvern veginn tilneyddir því þeir voru skotnir í vinkonu minni eða eitthvað svoleiðis. Í mörg ár efaðist ég um eigin ágæti og hélt þetta bara áfram. Æji hann vill bara vera vinur minn því hann neyðist til þess. Og yfirleitt leið mér svolítið svona eins og aukahlut. Í flestum aðstæðum. 

Hægt og rólega fór ég samt að hafa trú á því að ég væri skemmtileg og fyndin. Ég átti heima í einhverjum hóp og ég elskaði alla vini mína. Mér fannst þau frábær og þeim fannst ég frábær.  
En þegar nýr strákur bættist í hópinn, þá tók yfirleitt langan tíma fyrir mig að ná að vera ég sjálf í kringum hann. Alltaf var ég viss um að hann væri vondur og leiðinlegur, og honum finnst ég pottþétt ekki skemmtileg heldur. 

Til allrar blessunar, þá er þetta að eldast af mér. 
Ég er orðin nokkuð viss um að ég sé fyndin og skemmtileg og ég á mjög auðvelt með að kynnast fólki af báðum kynjum og þykja vænt um það. :)

Ennþá er ég samt að berjast. Þó ég sé alveg skemmtileg, þá er ég samt örugglega ekki nógu sæt/flott/eiguleg fyrir neinn. Hvernig getur einhver elskað hana ef hún gerir það ekki sjálf. Einhvern veginn virðist spegilinn gera gallana svo risastóra svo að restin verður alveg pínu pons og ekki þess virði að gefa því nokkurn gaum. Hvernig má það vera að mörg ár af sjálfsvinnu skilji ekki meira eftir sig en þetta. Hvernig má það vera að eitthvað svo langt til baka í fortíðinni geti ennþá haft svo mikil áhrif á sálartetrið. 

Ég veit að ég hef áður sagt að ef það væri til pilla við öllu, þá væri lífið ekki skemmtilegt. Þá þyrfti maður ekki að hafa fyrir neinu og kynni ekkert að meta. 

En mikið vildi ég óska þess að það væri til pilla við þessu. Það væri svo frábært að vakna einn dagin, fullkomlega sátt í eigin líkama. 

En fyrst ég hef lært svona margt á svona stuttum tíma, þá hlýtur þessi kafli að síast inn líka. 
Ég gæti alveg þurft að lesa hann oft og milli línana, en það kemur. 


Takk fyrir að lesa.

Ykkar, 
Guðdís 

















miðvikudagur, 10. júní 2015

L E X Í U R

Kannist þið ekki við svona augnablik í lífinu, þegar þið heyrið eitthvað, lesið eitthvað eða sjáið eitthvað og það klikkar eitthvað í hausnum á ykkur?
Svona eins og þið séuð að uppgötva eitthvað sem mun breyta lífi ykkar?
Mikilvægar lexíur sem þið haldið alltaf í og reynið að minna ykkur á, á hverjum degi - tja, eða allavega þegar það skiptir máli :) 

Ég tók saman lista yfir það sem hefur haft hvað mest áhrif á mig og ég reyni að minna mig á, á hverjum einasta degi. 

 Einhvern tímann sagði vinkona mín við mig að ég væri dýrmæt. Það er það fallegasta sem nokkur hefur sagt við mig. Ég var í mikilli sjálfsvinnu á þeim tíma og þurfti að grafa upp allskonar djöfla sem ég kærði mig ekki um. En þessi orð: "Þú ert svo dýrmæt" höfðu djúpstæð áhrif á mig og ég er sífellt að minna sjálfa mig á hvað ég er í raun dýrmæt. 


Ég bað um hjálp, og ég dó ekki. Ef þú ert í aðstæðum sem þú ræður ekki við, þá verður þú að biðja um hjálp. Ég var búin að reyna í mörg ár að vera stór og sterk og gerði lítið úr því sem ég hafði gengið í gegnum. Svo hætti það að virka og í örvæntingu neyddist ég til að leita hjálpar. Það er það besta sem ég hef gert. Og ég þakka fyrir það á hverjum degi hvað ég á frábært fólk í kringum mig. 


Að lifa í núinu. Þetta er eitt af því sem ég er ennþá að rembast við, en þegar ég næ að minna mig á að njóta bara þess sem er að gerast akkúrat núna, án þess að hafa áhyggjur af fortíð eða framtíð, þá líður mér best. Þegar hausinn á mér er komin í 6000 snúninga og ég sé varla fram fyrir mig fyrir rembing, þá er svo gott að stoppa, fylgjast með andardrættinum, grandskoða umhverfið, bara anda og njóta. Ég mæli með því fyrir þá sem eiga erfitt með að sortera hugsanir að kynna sér núvitund. 
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Ingrid_Kuhlman/nokkur-atridi-sem-thu-vissir-ekki-um-nuvitund
Igrid Kuhlman er frábær og eitt af mínum markmiðum er að komast á námskeið hjá henni. 
Hérna er líka vídjó sem opnaði augun mín og gaf mér einhvern skilning á núvitund sem ég hafði ekki áður: https://www.youtube.com/watch?v=01Pfs3VuizM - gefið þessum gæja tækifæri :)


Þú ert aldrei of gamall til að læra. Ég var tvítug þegar ég byrjaði að mála. Ég var 22 þegar ég byrjaði að teikna aftur. Ég var 25 ára þegar ég keypti mér ukulele og lærði að spila á það og ég var 28 ára þegar ég byrjaði að sauma á mig föt Ég á ennþá efti að verða fræg söngkona, læra tölvunarfræði og vera fyrirlesari. Ég veit að ég er ung en margir virðast halda sig við einhverja "best fyrir" dagsetningu. Hvort sem það sé að fara í skóla, semja lag, búa til bíómynd eða ferðast um heiminn. Þú ert aldrei of gamall. Hvort sem þú ert 20, 30, 40 eða 50 ára! Ég ætla að halda áfram að læra þar til ég dey. 


Þakklæti! Vertu þakklátur fyrir það sem þú átt. Ég veit að ég get stundum verið óþolandi Pollýanna - en það er líklega það sem heldur geðheilsunni í lagi. Það tekur tíma og æfingu að læra að fókusa á það góða í hverjum aðstæðum, já og í lífinu yfir höfuð en það er ótrúlega mikilvægt. Þá hættir maður líka að vera alltaf í fýlu og verður bara alltaf glaður í staðinn. Það er miklu skemmtilegra. 


Þú ert skapari lífs þíns. Hvort sem þú vilt trúa því eða ekki. Þú hefur alltaf val. Alltaf! Ef þú ert staddur í aðstæðum sem þú vilt ekki vera í, farðu þá. Ef þú getur ekki farið, þá getur þú alltaf breytt hugarfarinu. Punktur. 

Image result for you create your own life

Eigið frábæran dag og dásamlega viku. 
Ekki gleyma að njóta!

Takk fyrir að lesa.
Ykkar, 
Guðdís 

mánudagur, 1. júní 2015

A S N A L E G

Þegar maður er ungur er það að vera asnalegur það pínlegasta sem getur komið fyrir mann.
Að gera eitthvað skrítið, finnast eitthvað frábært sem öðrum finnst ekki, detta á hausinn fyrir framan fullt af fólki eða segja brandara sem engum finnst fyndinn.

Eftir slíkt atvik er líklegt að maður sé skemmdur fyrir lífstíð. Eða allavega á þeirri stundu.

Lífið verður aldrei samt aftur og fólk mun aldrei gleyma því sem maður sagði eða gerði.
En í sannleika sagt er það sjaldnast raunin. Því það eru nefnilega allir svo uppteknir af sjálfum sér sínum eigin asnaleika.

Ég hef oft verið mjög asnaleg og í gegnum tíðina hef ég komist uppá lag með það að gera grín af sjálfri mér og hvað ég er asnaleg. Ég gerði mikið af því að detta og slasa mig, sulla yfir mig og gera allskonar sem auðvelt er að nota sem vopn gegn manni, en maður lærir fljótt að hlæja með og bráðum hætta asnalegu mómentin að vera samfélagsleg morð og allir eru fljótir að gleyma.

Þar sem ég er mögulega heimsmeistari í því að vera asnaleg, er ég ótrúlega flink að forðast aðstæður það sem ég gæti mögulega átt það á hættu að vera asnaleg. Eins og t.d. að taka þátt í einhverju sem maður kann ekki. Forðast aðstæður sem maður veit að kalla fram kvíða eða stress eða sitja bara stöðugt á hliðarlínunni og fylgjast með öðrum vera asnalegir og þau skemmta sér konunglega við það. Það hefur kostað mig allskonar og mikið getur það meitt. Mig langar að eiga einn dag, þar sem ég er algjörlega og gjörsamlega óhrædd við að taka áhættur.

Stundum er ég ótrúlega hugrökk og stekk útfyrir þægindarammann með bros á vör og án þess að blikna. Þó kemur fyrir að það sem stendur fyrir utan er mun ógnvænlegra en gert var ráð fyrir og þá stekk ég aftur inn. Öðrum stundum ligg ég bara í fósturstellingunni, akkúrat í miðjunni og passa uppá að enginn komist inn til mín.

Ég er líka oft á tíðum sannfærð um að ég sé í raun 2 persónuleikar. Þessi opna, lífsglaða og jákvæða kona sem elskar fólk og finnst allir skemmtilegir. En hin hliðin á mér þarf mikinn tíma fyrir sjálfa sig og vil ekki hitta sálu þegar illa liggur á. Það fer mér nefnilega ekki vel að vera illa upp lögð og að er hlið sem ég vil ekkert að allir þekki. Brosvöðvarnir hætta bara að virka og þá kem ég hlutunum ekki frá mér á þann hátt sem ég vil því tjáningarstöðvarnar eiga það líka til að snarstöðvast og jafnvel vinna afturábak í þessu ástandi.

Mér finnst ég nefnilega asnalegust þegar ég er ekki glöð. Mér finnst asnalegt að vera í fýlu. Mér finnst asnalegt að vera pirruð og mér finnst asnalegt að vera lítil í mér með komplexa. Ég er svo hrædd um að þegar fólk uppgötvar það að ég er í raun mjög asnaleg, þá vilji það ekkert með mig hafa lengur og sópi mér burt.

Og þegar einhver spurði: "Er ekki allt í lagi"? Þá sagði hún: "Jú", og brosti sínu blíðasta en gat ekki beðið eftir því að fara heim í fýlu.
Því satt best að segja, ef hún hefði svarað neitandi, þá hefði hún líklegast ekki getað haldið tárunum inni. Svo ponsulítil var hún þann daginn.

En ég vil vera stór og sterk alla daga. Ég vil vera glöð og elskuleg alla daga og ég vil skemmta mér alla daga. Því mér finnst lífið best þannig.

Ég veit alveg að það er ekki þannig og stundum þarf maður bara að fá að vera í fýlu, en markmiðið er auðvitað að fýludagarnir séu sem fæstir. Þeir hafa líklegast náð sögulegu lágmarki undanfarna mánuði :)

Ég er kannski að dramatísera þetta svolítið, en þið vitið hvernig þetta er þegar maður er lítill í sér. Þá verður lífið svolítið dramatískara. Mitt er alveg korter í spænska sápuóperu á góðum degi og ég er með bráðaofnæmi fyrir drama - dios mio!

In conclusion: Það eru allir asnalegir. Það fara allir í fýlu. En það er miklu betra að vera glaður. Stökkva útí djúpu laugina stundum (mögulega með handakúta til að byrja með).

Ég ætla að æfa mig í að stíga oftar og aðeins lengra út fyrir þægindarammann.

#gottmeðmig
#hættífýlu
#igotthis

Takk fyrir að lesa!

Ykkar,
Guðdís




sunnudagur, 24. maí 2015

G L E Y M I N

Síðastliðinar 2 vikur hafa verið frábærar. 
Ég fékk geggjaðan vinkonuhitting, fékk að knúsa systir mína, fór í yndislega sveitaferð, átti frábæran afmælisdag og til að toppa alltsaman er ég komin á krókinn í mömmukot og fæ að kremja allt elskulega fólkið (og dýrin) sem ég á hér.

En illa forritaði heilinn minn áttar sig stundum ekki alveg á því hvernig á að forgangsraða. 
Í stað þess að njóta alls þess sem ég á og upplifi er ég búin að vera föst í einhverjum sjálfsvorkunnargír. 

Það er nefnilega þannig, að fyrir afmælið mitt þann 20 maí, ætlaði ég að vera búin að missa 20 kíló. Þetta var bara eitthvað formsatriði, hafa eitthvað til að stefna að og klára. Ég náði ekki þessu markmiði. Upphaflega áttu þau náttúrulega að vera 27, en ég sá ekki fram á að klára það svo ég setti upp nýtt plan.

Æji aumingja Guðdís... Hún er bara búin að missa 19 kíló. Angaskinnið. 

Cry my a river...

Frá upphafi ætlaði ég alltaf að skrá niður árangurinn og birta hann á þessari bloggsíðu. En ég hef ekki ennþá haft kjarkinn í það. Svo mikil er skömmin. 
Ég skammast mín fyrir það hvað ég er þung. Ég skammast mín fyrir það hvernig ég lít út.
En mest skammast ég mín fyrir það, að skammast mín fyrir sjálfa mig. 

Förum aðeins aftur í tímann. 
Nánar tiltekið október 2014. 
Ég er stödd á Sauðárkróki. Stuttu fyrir þetta upplifði ég eitthvað sem ég hafði ekki gert lengi, og hélt að myndi ekki gerast. Það kom aftan að mér. Mér var mismunað fyrir það hvernig ég leit út. 
Síðan þá hafði ég verið djúpt hugsi. Ég vissi að ég þurfi að grípa í taumana, en ég vildi líka passa að það væri gert á réttan hátt. Ekki eins og áður. Ekki af sömu ástæðum og áður og ekki með sömu aðferðum. Því sagan sýndi að það var ekki að fara að virka. 
Ok. Hér erum við á Sauðárkróki. Mér líður ömurlega. Ég er þreytt. Ég get ekki horft á sjálfa mig í spegli. Mér er illt í fótunum þó ég sé varla búin að standa á lappir í dag. En ég sýni það ekki. Feika það bara. 
Öll vinnan sem var búin að fara í það að sætta mig við sjálfa mig eins og ég er, var eiginlega bara horfin. Hvernig er hægt að sætta sig við "þetta". Niðurbrotin og með brenglaða sjálfsmynd í þokkabót. Ég minnist þess að ég hataði, já hataði, þegar fólk kallaði mig andlitsfríða þegar ég var krakki/unglingur. Fæ meira að segja hroll enn þann dag í dag þegar ég heyri þetta orð. Ég veit að þetta var vel meint. En það sem ég heyrði var "Hún Guðdís er svo andlitsfríð, en allt annað er ljótt". Og ég sá ekkert nema pínulitlar túttur og bumbu sem heilsaði mér þegar ég leit niður á tásur. Fallegt andlit, en ljótur líkami var það sem ég sá. Og geri enn. 
Ég geng inná baðherbergi hjá mömmu og lít í spegilinn. Ég er óvenju peppuð og tilbúin í sjokkið. Ég vissi alveg að það væri von á því. Ég hef ekki stigið á vigt í rúmlega ár og ég veit. Ég finn að ég er búin að bæta mikið á mig. Mikið. Ég beyji mig niður og dreg vigtina undan baðskápnum. Ég get þetta, ég get þetta, ég get þetta! 
Ég bókstaflega hvítna í framan!
Mig grunaði þetta ekki einu sinni. 
Þarna birtist hún. Þessi ógurlega tala sem ég óttast svo. 

127 kíló. 

Ég skelf þegar ég skrifa hana og les. 

Ég er svo hrædd núna. 

Ég er svo hrædd því að ég er búin að vera stopp í ca 1,5 mánuð.
Ég er svo ótrúlega hrædd um að talan hækki aftur. 
Ég er svo hrædd um að verða aftur þessu óhamingjusama stelpa.

Mér er nefnilega búið að ganga vel og ég er búin að vera hamingjusöm. Það er eins og ég bíði eftir skellinum. Bráðum verður allt eins og það var. Þú munt aldrei ná markmiðunum þínum og verður ekki glöð til frambúðar. 

Það sem mig vantar er: STEIN-FOKKING-ÞEGIÐU Guðdís María! 

Hættu þessu anskotans væli og girtu þig. 
Þú átt skilið að vera glöð.
Þú átt skilið að elska sjálfa þig og vera elskuð. 
Þú munt ná markmiðunum þínum og getur gert nákvæmlega allt sem þú vilt. 

Svona peppræða er eitthvað sem ég þarf frá sjálfri mér á hverjum degi. En því miður er ég ekki búin að vera til staðar fyrir sjálfa mig. Það er búið að vera mikið að gera og margt að hugsa, svo ég gleymdi mér. Núna ætla ég að gefa mér athygli og tíma og væntumþykju til að klára þetta! 

Hérna sit ég núna, í Maí 2015. 108 kíló. Ennþá drulluhrædd við þessa skíta vigt. Ennþá drulluhrædd við að týna mér aftur. Ennþá drulluhrædd við að leyfa öllum að sjá hvað ég er þung. 
En það er víst ekki pláss fyrri framfarir ef maður er sífellt hræddur. Út fyrir þægindaramman once again.

 #igotthis

Ekki gleyma sjálfri/sjálfum þér.

Takk fyrir að lesa, 

Ykkar, 
Guðdís 

mánudagur, 27. apríl 2015

P R I N S E S S A

Dagurinn í dag var undarlegur.

Hann var undarlegur að því leitinu til að ég fór í kjól í vinnuna, þeim sama og ég var í á myndinni sem ég birti á facebook í fyrradag.

Það er í sjálfu sér ekkert úr karakter fyrir mig að vera í kjól. Alls ekki. Ég er prinsessa.
En sko! Þegar ég fór í kjólinn fann ég fyrir einhverju sem ég hef ekki fundið fyrir í langan tíma. Og það var vottur af sjálfstrausti.

Já halló, ég er bara drulluflott í þessum kjól! Hvaða HAX skvísa er þetta?!

Hér kemur svolítið undarlegt, sem ég finn fyrir í hvert einasta skipti sem ég er nýklippt, í nýjum fötum eða ber einhverja breytingu utan á mér sem einhver mun mögulega taka eftir. Í stutta stund áður en ég labba inn um hurðina í vinnuna langar mig að hlaupa heim í önnur föt og flatbotna skó! Ég get þetta ekki. Hvað ef einhver tekur eftir því að ég er pæja í dag. Hvað ef einhver segir eitthvað. Hvað ef einhver hrósar mér...

Oh my.., Hvað ef einhver veitir mér athygli, það er eitthvað sem ég hef ofnæmi fyrir.

Og semsagt í dag, rigndi yfir mig hrósum. Pæjuna í hælunum og flotta kjólnum  sem er svo fullkomlega sniðinn og flottur á mér að í hvert skipti sem ég sé spegil, þá stoppa ég og sný mér í einn hring.

Alla mína ævi hef ég gengið í of stórum fötum. Ég kaupi mér stórar peysur, of stóra kjóla og of stórar blússur svo að mallinn sé örugglega ekki áberandi. Allt skal hylja og helst vítt yfir brjósin líka svo það sjáist ekki hveru agnarsmáar jullurnar eru miðað við restina af líkamanum.

Hún elskulega móðir mín og vinkonur þekkja það manna best hversu erfitt er að fara með mér að versla. Það er hreint út sagt martröð. Það hentar mér satt best að segja best að fara bara ein að versla. Þá þarf enginn að verða vitni af þessum heimsenda sem dagurinn er þegar ekkert passar rétt. Tíminn sem það tekur að finna kannski mögulega eina flík sem nokkurn veginn stenst þær kröfur sem vaxtarlagið mitt setur. Því ég er náttúrulega öðruvísi en allir aðrir. Það skilur enginn hvað það er erfitt að vera ég sem fittar hvergi inní vaxtarkúrfu samfélagsins. Einmitt...

Eins og áður sagði þá er allt gert til að fela svo að enginn veiti útliti mínu sérstakan gaum. Þá get ég bara verið ein og óséð í sirkustjaldinu mínu og enginn veit hvað leynist þar undir.

En núna, þrátt fyrir að vera hvergi nærri komin í það form sem ég vil vera, fór ég í fína þrönga kjólinn og reyndi eftir fremsta megni að fara ekki í kleinu þegar mér var hrósað. Ég reyndi að ganga með höfuðið hátt og dilla rassinum svo að sjálf Nicki Minaj hefði fengið minnimáttarkennd.

Og þar með var enn einn sigurinn unnin í dag. Einn af þessum litlu sem skipta svo ótrúlega miklu máli. Og þar sjáið þið hvað lítið hrós getur skipt alveg ótrúlega miklu máli.

Ég verð auðmjúk og klökk þegar ég les komment við bloggfærslurnar og myndirnar sem ég hef sett inn. Ég á ekki orð yfir því hversu margir eru að fylgjast með og hafa áhuga á því sem ég er að rembast við. Ég er þakklát fyrir það að þetta blessaða ferðalag hafi núna enn meiri tilgang en það sem ég lagði upp með. Það er búið að gefa mér svo ótrúlega mikið.

En, nú er kominn tími á að setja ný markmið.

Upphaflega planið var að missa 27 kíló fyrir 20. maí nk.
Ég er búin að skafa af mér 18 svo það skilur eftir 9 stk. sem ég sé ekki alveg fram á að ná á næstu 23 dögum.

Nýtt plan er að missa 20 kíló fyrir 20. maí nk. og svo skulu 35 kíló vera farin í heildina eftir sumarið eða þann 1.september.

Með hverjum deginum fer kílóatalan að skipta minna og minna máli og alltaf verður það skýrara hvað það er sem raunverulega skiptir máli.

Ég er líka búin að setja mér margvísleg persónuleg markmið. Ég ætla ekki að fara neitt nánar útí þau núna fyrir utan það að ég ætla að vera duglegri að láta fólk vita hvað það skiptir mig máli. Þó ég þurfi að gera það með tárin í augunum og verði kannski svolítið óþægileg. Það verður bara að hafa það.
Maður getur ekki alltaf verið með allt í teskeið.

Ég er líka búin að reyna að koma frá mér einhverri klausu um ástina þar sem hún er búin að vera mér ofarlega í huga undanfarið. Þegar fer að vora þá fæ ég eitthvað svona kærókitl í magann og þrái ekkert heitar en að leiða draumaprinsinn niður laugarveginn. Við tekur örstutt veiðitímabil en einhverjum tímapunkti fer svo allt í baklás og veggirnir rísa í kringum mig eins og óklífanlegir kastalaturnar. Svo þykist prinsessan, sem situr ein í kastalaturninum vera blind og sér ekki prinsana sem standa niðri og veifa í veikri von, en á endanum gefast þeir upp. En þetta egg ætlar að reyna að troða sér út fyrir þægindaramann fyrr enn varir. "Sagði hún með sjálfandi og sveittar hendur".

Þetta var dimmt og djúpt í boði Guðdísar.

Takk kærlega fyrir að nenna mér.

Ykkar,
Guðdís










laugardagur, 11. apríl 2015

L E Y N D A R M Á L

Í morgun steig ég á vigtina. Mér til mikillar gleði ákvað hún að vera með mér í liði í dag. 18 kíló farin! #igotthis

Ég er búin að byrja 5 sinnum á þessarri færslu. Aðallega afþví það er eitthvað sem heldur aftur af mér. Eins og mig langi ekki að vera fullkomlega hreinskilin. Mig langar svolítið að loka á allar tilfinningar, henda upp grímunni og vera bara full sjálfstrausts.

Undanfarið hef ég verið ótrúlega mikið óþolinmóð og óörugg. Samt mest óþolinmóð því mig langar að vera búin að missa 30 kíló en ekki 18. Ég var búin að lofa sjálfri mér því að rífa batteríin úr vigtinni og fela þau svo ég sé ekki að stíga á vigtina á hverjum einasta degi, en ég er ekki búin að því. Mér líður eins og ég gæti misst tökin ef ég er ekki stanslaust á tánum. Sem er svolítið sjúkt en bara nákvæmlega alveg satt.

Mér finnst líka ákveðið svindl að vera ekki full sjálfstrausts á hverjum einasta degi. Vegna þess að ég er að sigra á hverjum einasta degi á einn eða annan hátt, en það er eitthvað sem vantar uppá. Og ég næ því ekki alveg. Brjóstkassinn er ennþá hálf loftlaus og herðarnar krepptar eins og ég sé að bíða eftir höggi. Mér nefnilega líður eins og ég EIGI að vera mun peppaðari, jákvæðari og kraftmeiri.

Ekki alltaf dans á rósum I guess.

Innst inni veit ég að þetta líður alveg hjá og með vorinu sem er blessunarlega á leiðinni fyllist ég vonandi eldmóð og óbilandi krafti.

Það erfiðasta sem ég veit er að segja fólki hvernig mér líður. Yfirleitt þegar umræður snúast að mínum tilfinningum þá breyti ég um umræðuefni eða reyni að bauna úr mér óskiljanlegum setningum með tárin í augunum. Þá er ég ekki að tala um bara hvernig ég hef það í dag eða hvort mér þyki vænt um systkini mín. er þetta sem býr aðeins dýpra og er ekki öllum augljóst. Og þetta verkefni er það erfiðasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur en jafnframt svo ótrúlega mikilvægt. Eftir því sem ég gref dýpra verður moksturinn erfiðari og það kemur alltaf meira og meira í ljós að ég klára þetta ekki ein. Þetta hljómar kannski full dramatískt fyrir marga en ég er að reyna að vera eins hreinskilin og ég sé mér fært.

Ég er frábær predikari!

Ég er mjög fær í því að gefa fólki ráð, segja því hvað það á að gera og hvað er óæskilegt. (Sumir myndu kannski kalla það stjórnsemi eða frekju).
Ég er góð í því að sýna fólki hvað gefur lífinu gildi og hvað það er mikilvægt að vera sannur sjálfum sér og bera virðingu fyrir sjálfum sér og sínum tilfinningum.

Ég er líka mesti hræsnarinn. Ég geri lítið úr eigin tilfinningum. Þær skipta ekki svo miklu máli. Ég hef jafnvel gengið svo langt að særa fólk með því að segja ekki hug minn eða láta fólk ekki vita hvað það skiptir mig í raun ofboðslega miklu máli. Ég elska ofboðslega fast en held því oft fyrir mig af hræðslu við að vera ekki elskuð tilbaka. Þá er ég að tala um í öllum samböndum. Fjölskylda, vinir, kunningjar og ástmenn.

Stundum langar mig að taka fólk þéttingstaki og öskra í andlitið á þeim hvað þau skipta mig miklu máli. Hversu mikið það er elskað. Hvað það er frábært og dýrmætt! Ég er bara hrædd um að ég væri ekki jafn vinsæl ef ég færi að leggja það í vana minn.

Ég vona að þið skiljið út á hvað þessi bloggsíða gengur. Þetta snýst um það að til þess að verða besta útgáfan af sjálfri mér þá þarf ég að gera upp allskonar hluti sem halda aftur af mér. Þegar þessir hlutir eru svo settir á almenningsbekk fyrir alla að sjá, þá hef ég ekkert að fela lengur.

Og hérna stend ég strípuð af öllu fölsku. Skíthrædd. En samt.. enn einn sigurinn.

Takk fyrir að lesa.

Ykkar,

Guðdís

föstudagur, 27. mars 2015

F E I T

Ég ætla að byrja á því að vara við því að orðið FEIT kemur ansi oft fyrir í þessum texta. Því ég nenni ekki að nota orð eins og yfirvigt, ofþyngd, stórbeinótt eða samskonar feimnisorð. Ekki nema þá alveg spari. Hver veit nema þið sjáið einhvern fjölbreytileika í lýsingarorðunum. 

Það er fátt meira ógnvekjandi en að vera nákvæmlega þú sjálf/ur.
Ekkert plat. Allir gallar, allt sem þér finnst óþæginlegt við að vera þú. Allt sem þér finnst óþolandi við að vera þú. Allt sem þú elskar við að vera þú og allt sem þér finnst skemmtilegt við að vera þú. Útlitið, sjarmurinn, húmorinn, skapskrímslið, frekjan og allt saman. 

Ég var búin að tala um það í einhverri færslu að aukafita er fyrir marga sem hana bera í óhófi ákveðið öryggi. Svona bómullarpakkning.

Mig langar aðeins að útskýra það frá mínu sjónarhorni. 

Ég hef verið feit frá því ca. ég man eftir mér. Ætli ég hafi ekki verið um 8 ára þegar ég man eftir því að hafa tekið eftir því/heyrt í fyrsta skipti að ég væri feit. Eða þið vitið... svona stærri en meðal barn er. Ég var nefnilega ekkert mikið feit. Ég var með svona hvolpafitu. 

Á hverju einasta ári kveið ég þessum degi. Daginum sem ég þurfti að fara til skólahjúkrunarfræðings. Ég tók sjónpróf, var spurð einhverra spurninga, við mælum hæðina og ýmislegt fleira. En svo var það vigtin. Svo var það helvítis fokkings vigtin. 

Alltaf var ég fyrir ofan normið á kúrvunni og alltaf talaði hjúkrunarfræðingurinn um það við mig á einhvern hátt sem maður á ekki að tala við barn um kílóatölu. Hún sýndi mér að ég var fyrir ofan normið, til að passa uppá að ég vissi nú alveg að ég var ekki venjuleg. Svona var þetta á hverju einasta ári. Á hverju ári bætti ég á mig einhverjum hvolpakílóum en ekkert hættulegt. Ég var chubby barn. Svo var ég chubby unglingur. Ég var ca 12-13 ára þegar skólahjúkrunarfræðingurinn gubbaði því úr sér eftir gott "fituspjall" við mig að ég yrði nú sennilega aldrei grönn. OG BAMM! Scarred for life! Það er nefnilega ekki erfitt að skemma hausinn á ungri konu. 
Uppúr þessu byrjaði ég að fitna fyrir alvöru og eineltið varð í kjölfarið svolítið alvöru líka. Reglulega fékk ég að heyra að ég var feit. Reglulega fékk ég að heyra að ég var ekki nógu góð á einhvern hátt. Ég fór í fyrstu megrunina mína 12 ára. Efnaskiptakúr landspítalans. Það var gúd sjitt. Borðaði ekkert í 2 vikur. En þið sjáið að frá því ég var unglingur var það stimplað inní hausinn á mér að ég er feit og verð aldrei mjó og þá er maður ekki venjuleg manneskja - heldur feit manneskja. 

Svo fór ég í megrun og bætti því öllu á mig aftur. Og svo fór ég aftur í megrun og sama sagan again og svo fór ég enn einu sinni í mergrun og voila - öll kílóin komin aftur. Það mesta sem ég náði að skafa af mér í einni af mínu frægu megrunum voru 9 kíló. Svona gekk þetta í rúmlega 10 ár. Þangað til ég ákvað að sætta mig bara við þetta. Ég gafst hvorteðer alltaf upp. Kannski langaði mig heldur ekkert að vera grönn. 

Hún hafði líklega rétt fyrir sér kerlingin. Ég verð aldrei mjó. Best að vera þá bara ánægð eins og ég er. Og upphófst heljarinnar verkefni. 

Það fyrsta sem ég gerði var að finna allskonar "body positive" fólk og hópa á samfélagsmiðlum. Og newsfeedið mitt fylltist af fólki sem var feitt og fabulous. Þarna voru model í stærðum 20 og uppúr sem rokkuðu hátísku og voru talskonur fyrir feitt fólk. Þarna voru líka allskonar síður sem einbeittu sér að mannréttindum og það að fólk megi bara vera eins og því fokkings sýnist án þes s að þurfa að fá á því leyfi frá tískublöðum. Þetta var ágætis heilaþvottur skal ég segja ykkur :) 

Það næsta sem ég gerði var að blása út. Ég fitnaði og fitnaði og fitnaði. Á tveimur árum bætti ég á mig 20 kílóum. Og ég bara leyfði því að gerast. Án þess að veita því gaum. Nú, ég á hvorteðer alltaf eftir að vera feit og hversvegna ekki bara að byrja að safna. 

Það besta við það að vera feitur er að maður getur kennt fitunni um ALLT! Lélegt sjálfstraust? Það er bara afþví ég er feit. Lélegt þol? Feit. Nenni ekki á djammið? Feit. Fólk skilur mig ekki! Af því ég er feit. Enginn kærasti? Feit. 

En svo gerist það! Þegar kílóin fara að bráðna af eitt af öðru. 

Lélegt sjálfstraust? Huh.. Ekkert þol? Fokk. Nenni ekki að fara á djammið? Æj kommon. Fólk skilur mig ekki! ahhh. Enginn kærasti? Kræst... 

Dreptu mig ekki. Hvað gerist næst. Þegar ennþá fleiri kíló fara.. Ég þarf að horfast í augu við það sem býr fyrir innan allt þetta. Fyrir utan þetta feita. Og það er erfiði parturinn!

Trúið mér. Núna er ég búi að vera hveiti- og sykurlaus í 6 mánuði. 6 mánuðir eru langur tími. Á öllum þessum 6 mánuðum var erfiðasta vikan mín til þessa að klárast í gær. Að vísu var ég að hætta að reykja en það eru alveg 10 dagar síðan. Ég er búin að liggja hér í fósturstellingu að telja sjálfri mér trú um að baaara eitt PIPP er virkilega slæm hugmynd! Ég hef margsinnis upplifað slæma daga en ekkert í líkingu við sl. viku. 

Ég er búin að ætla að hætta að reykja síðan um áramótin. Ástæðan fyrir því að ég hef ekki hætt er að ég er svo hrædd við að eyðileggja árangurinn. Nú, síðast eftir að ég hætti að reykja bætti ég á mig 20 kílóum. Það tók mig langan tíma að sannfæra sjálfa mig um að það er ekki að fara að gerast.

Það er deginum ljósara að hausinn er stórkostlegt fyrirbæri. Þegar hann er forritaður til niðurrifs þá getur reynst þrautinni þyngra að forrita hann uppá nýtt. 

En ég er ansi langt komin! 

Kærar þakkir fyrir að lesa - það er svo hressandi að ausa úr heilabúinu hversu fáranlegt það kann að vera. 

Ykkar Guðdís.



sunnudagur, 15. mars 2015

Aldrei hætta að vera hálfviti

Ég er alveg rétt bráðum að verða 29 ára. Vá hvað það er fáránlegt að sjá á prenti... 29 ára...
Persónulega líður mér samt ekki deginum eldri en 28 ára. Hef alltaf verið mjög ung í anda. 

Ég er samt í alvörunni ekkert í neinni tilvistarkreppu, ég lofa. 

Og þó ég sé orðin stór stelpa ætla ég aldrei að hætta að haga mér eins og hálfviti.  

Ég man þegar ég og systir mín vorum litlar. Við vorum hálfvitar. Uppáhaldið okkar var að tala með svona barnaröddum okkar á milli þegar við vorum að leika okkur, og okkur fannst það ógeðslega fyndið. Okkur fannst líka sjúklega fyndið að gera grín að mömmu þegar hún var reið. Aðallega af því að mömmu fannst það núll fyndið. Við snerum útúr öllu sem hún sagði og hlógum svo eins og hálfvitar. Við lágum uppí mínu rúmi og kútveltums um af hlátri á meðan ég las uppúr stóru brandarabókinni og ég man ennþá uppáhalds brandarann okkar. 

Ég man þegar við vinkonurnar vorum unglingar. Við vorum hálfvitar. Einu sinni á öskudaginn klæddum við okkur upp í drag og fórum út að borða... á Sauðárkróki. Við vorum alltaf í leik í frímínútum sem snerist út á það að kýla hvor aðra í öxlina. Við stóðum uppá hól og settum á svið bardaga í íslendingasögustíl með kómísku ívafi og það fannst okkur fyndið. Við tókum lög með frægum boyböndum, settum við það íslenskan texta og ætluðum að slá í gegn. 

Ég man þegar ég við vorum í framhaldsskóla. Við vorum hálfvitar. Við vorum alltaf í andaglasi á vistinni, agndofa yfir öllum fáránlegu svörunum við spurningum sem veltust út úr þekkingarþyrstu ungu fólki. Kveiktum (næstum því) í Nöfunum. Við djömmuðum fullt og þóttumst vera eitthvað allt annað en við héldum að við værum. Byrjuðum að reykja, djömmuðum með útlendingum, lögðumst á gangbrautir og gerðum allskonar gloríur á meðan bærinn svaf. Á Villa Nova fórum við í rasshárakeppni og horfðum á Finding Nemo og Family guy. Við gistum í hraðbanka og fórum að sofa þegar aðrir voru á leiðinni í vinnuna. 

Ég man þegar við fluttum til Reykjavíkur. Við vorum hálfvitar. Við áttum Gaukinn. Við tókum Svamp Sveinsson einu sinni með okkur á djammið og kynntum hann fyrir gestum og gangandi. Við lifðum á barnaboxum á McDonalds og söfnuðum dótinu. Ég tók þátt í útvarpsmannakeppni. Við þráðum heitast að komast á forsíðu DV. Þið röðuðuð drasli á mig á meðan ég var sofandi. Við héldum matarboð í pínulítilli íbúð og notuðum pappadiska. Við fórum í karókí. Oft. Bendover partýið. Öll búningapartýin.

Ég gæti haldið mjög endalaust áfram. 

Aldrei hætta að haga þér eins og hálfviti. 

-Guðdís











laugardagur, 7. mars 2015

Einhverskonar undirbúningur

Er ekki erfitt að hætta að borða sykur?
Er þetta ekki dýrt?
Hvert er markmiðið þitt?
Ætlarðu aldrei að borða sykur aftur?

Já kids. Í þessarri færslu ætla ég að svara nokkrum algengum spurningum sem ég er farin að fá nánast daglega ásamt því að tala aðeins um undirbúning:)

Er ekki erfitt að hætta að borða sykur?

Ó jú! Það er erfitt að hætta að borða sykur. Ég hef alveg tekið svona sykurpásur áður, nema það endist oftast ekki nema út vikuna. Í þetta skipti gerði ég þetta öðruvísi. Ég var búin að ákveða þetta mánuðum áður en ég hætti. Ég tók nokkurn tíma í að undirbúa hausinn á mér. Ég fór yfir það hvað þetta verður erfitt. Ég fór yfir það hvað ég má borða. Ég undirbjó sjálfa mig undir fall. Ég undirbjó sjálfa mig undir vigtarstopp. Ég tók ákvörðun um að gera þetta fyrir allra augum. En ég hélt ekki af stað fyrr en ég var nákvæmlega og algjörlega 100% tilbúin. Ég var vel búin undir það að vera mannleg, gera mistök og læra af reynslunni.
Ég myndi segja að það hafi tekið mig svona ca mánuð til tvo að læra á þennan nýja lífsstíl. Búðarferðir tóku heila eilífð þar sem ég þurfti að lesa á ALLT sem ég keypti. Fyrst um sinn mátti ekkert sem hét sykur eða hvítt hveiti vera í 5 metra radíus við mig. Ég hef vissulega slappað aðeins af og læt ekki lífið ef ég borða óvart eitt hrökkbrauð sem inniheldur snefil af hvítu hveiti. En ég held að allir hafi gott af því að taka nokkrar vikur í svona sykur og hveitipásu ekki nema bara til að læra hvað þú ert að setja ofan í þig. Það er nefnilega sykur í ótrúlegustu hlutum.

Er þetta ekki dýrt?

Til að byrja með. Já. Ímyndaðu þér að þú sért að flytja í nýja íbúð og tekur engan mat með þér. Ekki örðu og þú þarft að kaupa allt. Þú þarft að kaupa hveiti, sykur, lyftiduft, kakó, smjör, sósulit, niðursuðuvörur, salt, krydd, pasta, hrísgrjón, allar pakkavörur, allt í ísskápinn og frystinn. Þegar þú ert að byrja uppá nýtt, þá er það dýrt :)  En eftir þessar fyrstu innkaupaferðir þá er þetta bara nákvæmlega eins ef ekki ódýrara þar sem ég er hætt að kaupa skyndibitamat og nammi í óhófi.
Ég hef lært að láta ávexti og grænmeti ekki skemmast eins og eflaust flestir kannast við og það er líka mikill sparnaður í því að borða það sem maður á til :)

Hvert er markmiðið þitt?

Markmiðin mín eru frekar skýr, en samt ekki. Ég er búin að setja mér fyrsta markmið og lokamarkmið. Fyrsta markmiðið er að missa 27 kíló fyrir 20. maí nk. Þar á ég 11 stk eftir. Lokamarkmiðið er síðan að missa 57 kíló í heildina en ég hef ekki sett neinn tímaramma á það.
Þetta kemur allt saman með kalda vatninu. Og þó ég geti stundum verið frekar óþolinmóð þá er ég að sama skapi ekkert að stressa mig :)

Ætlarðu aldrei að borða sykur aftur?

Ég bara hef ekki hugmynd um það. Eins og er þá er tek ég bara einn dag í einu. Miðað við hvernig mér líður eftir að ég hætti þá er ég ekkert svo viss um það. En aftur á móti getur svo vel verið að ég gúffi í mig marengstertu einhverntímann í framtíðinni. Hver veit! :)

Þar hafið þið það. En nú að undirbúning. Hvað er svona merkilegt og mikilvægt við undirbúning.
Ég skal segja ykkur það. Það er ódýrara, það hjálpar þér að passa uppá að borða nóg og vel sem veldur því að maður fer síður í gúffmode eins og ég kýs að kalla það. (Þegar maður er orðinn of svangur og étur allt í sjónmáli).

Þennan mánuðinn tók ég undibúninginn á næsta level. Ég er búin að elda, baka og undirbúa fyrir næstu vikur sem þýðir að ég þarf nánast aldrei að elda.

Það sem ég eldaði:

2 pokar af frosnum úrbeinuðum kjúklingalærum - steikt í ofni.
2 pk nautahakk sem enduðu í 9 hamborgurum og nokkrum gúrmé kjötbollum.
2 stórar sætar kartöflur í bitum sem eru skammtaðar í poka/box til að hafa með kjúlla eða börger.
Poki af gulrótum. Brytjaðar, soðnar og kældar.
Sukkrin brauðmix með sólkjarnafræjum og graskersfræjum skipt í þrennt. (Einn hleifur með rúsínum, einn venjulegur hleifur og nokkur hamborgarabrauð.
Bananabrauð
Pizzabotnar úr hveitikími.

Svo á ég eftir að gera linsubaunasúpu, baunasalat og meira af grænmeti :)

Þessu skipti ég svo öllu í poka/box og set í frysti/kæli.

Hér er hið fræga brauðmix sem ég kaupi í Nettó



Þetta er mesta snilld í heimi. Sjúklega einfalt að baka og þú getur gert allt við þetta. Eins og ég tók fram hér að ofan gerði ég 3 mismunandi tegundir úr einum svona poka. Einn hleifur var óbreyttur. Einn hleifur var með viðbættum rúsínum og afgangsdegið fór svo í nokkur hamborgarabrauð.

Pizzabotninn sem ég gerði er sá sami og hér: http://tilraunastofan.blogspot.com/2014/11/nyji-ekki-megrunarkurinn.html

Hér er svo uppskrift af bananabrauðinu:

2 egg
1,5 dl AB mjólk
2 msk hunang
2 stappaðir bananar
50 gr brætt smjörlíki (má auðvitað skipta út fyrir kókosolíu)
2 tsk kanill
1,5 tsk negull
1,5 tsk matarsódi
2 dl now pea prótein
2 bollar haframjöl

Öllu blandað saman og hellt í formkökuform.
Bakað við 175°C í ca 50-60 mín.
Brauðir er frekar þétt svo það er gott að stinga á til að vera viss um að það sé fullbakað þegar þú tekur það út. Mitt varð frekar dökkt, en sjúklega gott!

 

Ég vona að þið hafið gaman að lestrinum.

Takk fyrir að fylgjast með!

-Guðdís

sunnudagur, 1. mars 2015

Ein ég sit og blogga

Sunnudagar eru uppáhaldsdagarnir mínir.

Sunnudögum finnst mér best að eyða ein með sjálfri mér. Þeir eru miklvægir þannig. Bara ég og klikkaði hausinn minn að gera venjulega hluti með engum. Og það finnst mér gott.

Á sunnudögum geri ég upp vikuna. Á sunnudögum tek ég til í herberginu mínu. Geng frá öllum fötunum sem ég hef hent útum gólf og loft alla vikuna. Ég hendi eyrnapinnahrúgunni á kommóðunni minni, geng frá vatnsglösunum, tómu pepsi max flöskunum og kaffibollunum sem finnast á víð og dreif um íbúðina. Ég skipulegg nestismál komandi viku og eyði deginum vanalega í eldhúsinu með dr. phil. Og síðast en ekki síst þá eru mælingar á sunnudögum. Ég vigta mig og mæli hven einasta fersentímeter líkamans með málbandi.

Þó svo megnið af sunnudeginum fari í það að hlusta á dr.phil þætti (já. því ég er alltaf að gera eitthvað annað líka) þá fer kvöldið yfirleitt í að horfa á eitthvað sem veitir mér innblástur. Það sem er alveg 100% uppáhalds eru fyrir og eftir myndir. Ég er mögulega búin að sjá hvert einasta fyrir og eftir video sem finnst á youtube. Á meðan ímynda ég mér stundum hvernig ég myndi líta út í kjörþynd. Andlitið, hendurnar, rassinn.. Allt einhvern veginn allt öðruvísi.

Síðustu dagar hafa verið mjög skrítnir. Mér finnst árangurinn minn súrrealískur og absúrd. Mér finnst skrítið að hugsa til þess að ég hafi verið 16 kílóum þyngri en ég er núna. Mér finnst skrítið að hugsa til þess að ég er 16 kílóum léttari en ég var fyrir 5 mánuðum.

Mér fannst skrítið að fara á dropboxið mitt og finna hálfs árs gamlar myndir og sjá muninn, fá sjokkið. Svona gleðisjokk. Þetta er í alvörunni að gerast! Ég er bara í alvörunni loksins að gera þetta fyrir alvöru! Ég verð bráðum fyrir og eftir mynd!

Ég verð bráðum fyrir og eftir mynd... og ég fæ tár í augun. Mig hefur alltaf dreymt um að vera fyrir og eftirmynd. :)

Það er svo gott að finna hvað allir hafa mikla trú á mér. Og loksins hef ég óbilandi trú á sjálfri mér! #igotthis

Og í tilefni þess ætla ég að henda inn fyrir og eftir mynd.


Það eru ca 4 mánuðir á milli þessara mynda. Sú fyrri er tekin í byrjun Nóvember en sú seinni á föstudaginn sl. VEI!


Uppskrift dagsins er svo að uppáhalds millimálinu mínu og reyndar í miklu uppáhaldi hjá vinnufélugunum líka .

Einfaldasta sem er til!

Í jöfnum hlutföllum blandið saman:

Ristuðum möndlum (Ég rista þær sjálf)
Ristuðum kasjúhnetum (Ég rista þær sjálf)
Rúsínum
Ristuðum kókosflögum


Og Gjössovel:


Hristu þetta svo bara saman og hámaðu í þig!

Takk fyrir að lesa.

-Guðdís

sunnudagur, 8. febrúar 2015

Tilfinningalegur hrærigrautur - Uppskrift fylgir

Þrátt fyrir tíðindalítinn janúar finnst mér ég hafa frá svo mörgu að segja. 
Sem er eiginlega ástæðan fyrir því að ég er ekki búin að blogga í nokkrar vikur. 

Mig langar að tala um svo margt, koma svo mörgu frá mér að ég guggna bara við tilhugsunina um það að setjast niður og skrifa. Þessvegna vona ég að þið sýnið þessari færslu mikinn skilning, hún gæti mögulega endað í einhverjum tilfinningalegum hrærigraut. 

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að bloggi dagsins fylgir ekki bara uppskrift, heldur uppskriftIR!

En fyrst þetta!

Það er er svo ótrúlega snúið að reyna að einbeita sér EKKI að kílóatölunni. Í 4 vikur núna er ég búin að vera stopp á vigtinni og það er að gera mig brjálaða. En aftur á móti er ég afskaplega þakklát fyrir það að hafa undirbúið sjálfa mig undir þetta fyrsta stopp. 

Í 3 mánuði sveif ég um á bleiku skýi þar sem kílóin eru bókstaflega búin að hrynja af mér. 13 kíló á rúmum 3 mánuðum er eitthvað sem mig óraði ekki fyrir. Og ég tek fram að þetta er eingöngu breyting á mataræði. Núna í 3 vikur er ég búin að bíða eftir bara 1 kílói í viðbót - þá verð ég glöð. 
Vegna þess að eftir þetta eina kíló í viðbót er ég meira en hálfnuð með markmiðið mitt. Fyrir 20. maí nk. ætla ég nefnilega að vera búin að missa 27 kíló. Ég er að átta mig á því að ég er núna fyrst að detta í erfiða kaflann. Þetta eru kíló sem ég er búin að halda svolítið lengi í. Ég veit þeim þykir vænt um mig og mér þykir vænt um þau og þá er erfitt að sleppa. 

Árið 2014 áttaði ég mig á því að það sem ég óttast mest er sennilega að sleppa björgunarhringnum. Ég er búin að dúða mig upp í einhvern öryggisgalla sem verndar mig frá öllu illu. Hvað gerist ef ég verð svo bara grönn?? Verð alltíeinu sátt í eigin skinni. Og hvað þá? Þrátt fyrir að vera minn heitasti draumur, skelfir það mig svo óhugsanlega mikið. Af mörgum ástæðum. 
Ekki misskilja mig, ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að ég verð ekki hamingjusöm ef ég verð grönn - þetta er svo miklu stærra en það. Ég hef barist fyrir því í mörg ár núna að læra að meta sjálfa mig. Elska allan pakkann! Fýlupúkann og bumbuna líka! 

Markmiðið mitt er heldur alls ekki að verða grönn. Markmiðið er að líða vel, vera heilbrigð og hraust. Bæði á líkama og sál. 
Mig langar ekki að vera kokteill af lífsstílssjúkdómum þegar ég verð "stór". 

Kannski kemur það ykkur á óvart hvað heldur mér við efnið.
Það sem gefur mér innblástur og keyrir mig áfram frekar en allt annað er fólk sem hefur komið upp að mér, hringt og sent mér skilaboð til að láta mig vita hversu mikil áhrif mitt ferðalag hefur haft á viðkomandi - til hins betra. Ég á ekki til orð sem lýsa því hvað það gleður mig mikið. Að fá að vera fyrirmynd eru forréttindi. Að fá að kenna í gegnum sína reynslu eru forréttindi. Að fá að vera stöðugt að læra eru forréttindi. Það er svo ótrúlega gott fyrir hjarta og sál að fá hrós. 

Og þess vegna ætla ég ég ljúka þessari súpu með TAKK!
Takk fyrir að vera til staðar. 
Takk fyrir að minna mig á og taka eftir því þegar ég stend mig vel. 
Takk fyrir að vera manneskja sem lætur fólk vita hvers virði það er og lætur því líða vel.
Það er einn sá besti eiginleiki sem hægt er að búa yfir. 


U P P S K R I F T A R T Í M I

Sunnudagsbaksturinn var gleðilegur! Þar sem ég er búin að liggja í flensu sl. 6 daga var þetta dásamleg tilbreyting. Tala nú ekki um þegar bragðlaukarnir eru búnir að liggja í dvala. 
Þessi uppskrift  er að vísu ekki mín eigin, - elskuleg móðir mín benti mér á hana,
en hana er að finna hérna: http://www.komduadborda.com/pekanterta-hveitis-og-sykurs/

Ég gerði aftur á móti örlitlar breytingar á kökunni.

Þar sem ég átti ekki Pecan hnetur ristaði ég heslihnetur og hakkaði til að setja ofan á kökuna og í karamelluna notaði ég döðlusíróp og hunang sem sætu. 


Hún er LOSTÆTI

Hvað gerir maður svo þegar 5 eggjarauður eru afgangs?

EINMITT - býr til ís. Undursamlega dúnmjúkan sykurlausan súkkulaðiís! 

SÚKKULAÐIÍS: 

4 eggjarauður 
1 egg
50 gr döðlusíróp
10 dropar better stevia súkkulaðidropar
400 ml rjómi
2 msk kakó
1 vanillustöng

Þeytum vel saman egg, eggjarauður og döðlusíróp ásamt vanillunni. Þeytum svo rjómann með kakóinu og stevíadropunum. Þegar hvor tveggja er orðið vel þeytt er þessu svo öllu blandað varlega saman með sleif, sett í box og inn í frysti í ca 8 klst eða þar til frosið. 

Voila!
Listakonan skreytti síðan herlegheitin með kakónibbum :)



NAMM

Takk fyrir að lesa.

Njótið!

Ykkar - Guðdís





föstudagur, 2. janúar 2015

Draumur um dagbók

Þegar ég var yngri - allt frá því ég var unglingur, hefur mig langað til þess að skrifa dagbók. 
En ég gerði það aldrei. Ekki afþví ég nennti því ekki, heldur þorði ég því ekki. 
Ég var búin að setja upp eitthvað scenario í hausnum á mér að ég myndi skrifa dagbók, allar hugsanir, drauma og vangaveltur fengju pláss í bókinni. Svo kæmist einhver í bókina, myndi lesa hana og mér yrði allri lokið. Lífið myndi enda þarna á núll einni því einhver myndi fá smjörþefinn af því hvernig mér líður og hvað ég vil! 

Hérna er mynd: 


Þetta er svokallað draumaplagg/markmiðaspjald eða visionboard. (Ég held satt best að segja að ég hafi aldrei heyrt þetta íslenskað). 

Allavega! Síðan þann 17. jan 2014 hefur þessi mynd prýtt desktop-ið á vinnutölvunni minni. Hún fékk einnig smá tíma á símadesktopinu og einnig á spjaldtölvunni. 
Þessi mynd hefur vægast sagt vakið margskonar viðbrögð. Hún hefur vakið áhuga og forvitni. Margir fara gjarnan yfir myndirnar og spyrja útí hvað þær eiga að tákna eða fá hugmyndir að sínu eigin plaggi. Og ég hef setið hjá og fylgst með fólki "lesa" drauma mína og tilfinningar án þess að lífið endi. Þvert á móti finnst mér þetta afskaplega gefandi. 

Ég mæli með því fyrir alla að gera einhverja útgáfu af svona visionboard-i. Þetta er mjög skemmtilegt og fræðandi. Þú lærir ýmislegt um hvað skiptir þig mestu máli. Svo er líka skemmtilegt að pæla í því hvaða myndir eru stærstar, hverjar liggja í bakgrunninum og hverja grípa augað fyrst þegar horft er á myndina. 

Í svolítinn tíma núna hef ég ætlað að búa til nýtt þar sem hitt var fljótt að renna út. Úr ýmsu hefur ræst og svo er annað sem maður vill kannski ekki lengur hafa fókus á. Svo ég tók mig auðvitað til á fyrsta degi nýs árs og græjaði nýtt plagg :) 


Það er margt sem ég held ennþá í en ég ákvað að hafa það einfadara og hnitmiðaðra en áður. 

Þið megið lesa það sem þið viljið en ég veit náttúrulega nákvæmlega hvað ég vil fá útúr árinu :)

Ok, ég veit að ég lofaði uppskrift en hún verður að bíða þar til næst. 
Ekki það að ég sé ekkert búin að brasa í eldhúsinu frá því ég kom, heldur gleymi ég alltaf að taka myndir af dásemdunum. 

Ég er búin að búa til möndlusmákökur, rjómatertu/marengsbotn, marengsbombu, karamellufyllt konfekt, sítrónu- og ananasbúðing, franska súkkulaðiköku og margt fleira! Að sjálfsögðu allt mínus hvítur sykur og hveiti :)

Svo! Næsta blogg verður bara stútfullt af gómsætum nammigrísauppskriftum :)

Svo mikil ást á ykkur!
Takk fyrir að lesa og enn og aftur gleðilegt ár! 

-Guðdís